Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 28

Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein Helsta fréttin af Baráttunni um Ísland er sú ákvörðun Arion banka að Bónusfjölskyldan stýri áfram Högum og verði við stjórnvölinn þegar fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina. Fáist 15 milljarðar fyrir Haga þarf bankinn að afskrifa a.m.k. 35 milljarða af skuldum fjölskyldunnar vegna 1998 ehf. en það félag átti Haga. Það hefur samt ekki verið upplýst. Allir furða sig á því að Jóhannes Jónsson og fjölskylda hafi ekki valdað reitinn í kringum Bónus og Haga betur, hvernig það hafi geta gerst að fjölskyldusilfrið hafi verið veðsett. Arion banki er einkabanki þar sem erlendir kröfuhafar eru stærstu eigendurnir, með 87% hlut. Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri bank- ans, segir að stjórn hans taki endanlega ákvörðun í svona málum og taka þurfi tillit til m.a. vilja erlendu kröfuhafanna. Innstæður í Arion banka eru hins vegar tryggðar af íslenska ríkinu; almenningi á Íslandi – sem hins vegar fær ekkert að vita hvað gerist á bak við tjöldin. Rík- isstjórnin virðist áhorfandi en ekki gerandi á sölu fyrirtækja í eigu bankanna. Ekki nema ríkisstjórnin beiti sér í málum án þess að láta það uppi, eins og í málefnum Haga. Arion banki mun eiga Haga þangað til fyrirtækið verður selt í Kauphöllinni. Hagar verða að minnsta kosti í eigu bankans fram á sumar þegar útboðið fer fram. Jóhannes Jónsson, starfandi stjórnarformaður Haga, og nokkrir stjórnendur Haga fá forkaupsrétt að 15% hlutafé í Högum, þar af fær Jóhannes 10% hlut. Það tryggir að Jóhannes og núverandi stjórn- endur Haga munu stýra fyrirtækinu. Þeir munu kaupa hlut sinn eins og aðrir. Ef eignarhaldið á Högum verður mjög dreift tryggir 30 til 35% hlutur yfirráð í félaginu. Bónusfjölskyldan þarf því ekki að koma með nema 15% til viðbótar til að tryggja sér félagið. Ekkert hefur verið rætt um að hlutabréfaeign í félaginu verði takmörkuð. Hvar fá Jóhannes og lykilstarfsmenn Haga í kringum 2,3 millj- arða króna (15%) miðað við að verðmatið á Högum sé í kringum 15 milljarðar króna? Það fé fellur ekki af himnum ofan. Arion banki ætlar ekki að lána það. jóHannesi Hampað Fæstir trúa því að Jón ásgeir Jóhannesson sitji hjá og komi hvergi nærri þessari fjárfest- ingu þótt Arion banki hafi ekki nefnt hann á nafn í fréttatilkynningu sinni. tExtI: JÓN G. HAUKSSoN Jóhannes er á framhliðinni, en fæstir trúa því að Jón Ásgeir sitji hjá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.