Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 46

Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 n æ r m y n d a f Ó l a f i r a g n a r i g r í m s s y n i völd sem Alþingi hafði annars. Stjórnmálaforystan á Alþingi hefur ekki haft dug til að endurheimta völd sín.“ bara til bóta Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hefur minni áhyggjur af breyttum áherslum á Bessastöðum. Gerðir forsetans geta að sjálfsögðu orkað tvímælis hverju sinni en: „Aðalatriðið er ekki hver áhrifin af innkomu hans eru til skamms tíma, heldur hver þau eru til lengri tíma litið,“ segir Ögmundur. „Ég held að þetta verði okkur til framdráttar einfaldlega vegna þess að opnun á þjóðaratkvæðagreiðslu hefur skapað Íslendingum sóknarfæri í gríðarlegu hagsmunamáli sem er miklu stærra en skammtímahagsmunir í stjórnmálum.“ alltaf í hringiðunni En hvernig stendur á því að einn maður nær aftur og aftur á meira en fjögurra áratuga ferli að komast í hringiðuna miðja; verða sá maður sem skammir og hrós hverfast um í daglegri umræðu? Samherjar hafna honum og andstæðingar faðma hann að sér. Það er sagt að hann hafi átt sér dyggan hóp aðdáenda, sem nú er horfinn, en hugsanlega er nýr kominn í staðinn. Einn þeirra sem fullyrt er að sé nýkominn í aðdáendahóp Ólafs Ragnars er Ögmundur Jónasson. Svo hefur ekki alltaf verið og það viðurkennir Ögmundur fúslega. En af hverju hefur þjóðin öll aldrei orðið sátt við þennan forseta sinn? „Ólafur Ragnar er um margt afburðamaður,“ segir Ögmundur til skýringar á hæfileika forsetans til að endurnýja samband sitt og þjóðarinnar. „En hann burðast hins vegar með þunga og umdeilda sögulega arfleifð frá pólitískum slagsmálum fyrri tíða,“ heldur Ögmundur áfram. „Fyrir bragðið hefur hann ekki alltaf fengið að njóta sannmælis fyrir það sem hann gerir vel.“ brilljant Óli Björn er í aðalatriðum á sömu skoðun og Ögmundur hvað hæfileika Ólafs Ragnars varðar. Hann segir að forsetinn sé „brilljant kall og ofboðslega vel gefinn“ og þó segist Óli Björn aldrei hafa verið í aðdáendaklúbbi Ólafs Ragnars en telur að hann hafi gert rétt 5. janúar. Ólafur ragnar grímsson Fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Foreldrar: Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar. Kjörinn forseti árið 1996. endurkjörinn árin 2000, 2004 og 2008. Stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík árið 1962. BA-próf í hagfræði og stjórnmálafræði frá university of manchester árið 1965. doktorspróf í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970. lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970. Skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði 1973. Í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-1973. Í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-1973. Í framboði til Alþingis fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1974. Sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974 og 1975. Þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið 1978-1983. Þingmaður Reyknesinga 1991-1995. varaþingmaður 1983-1991. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1980-1983. Formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1983-1987. Ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985. Formaður Alþýðubandalagsins 1987-1995. Fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988- 1991. Kvæntist 14. nóvember 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur framkvæmdastjóra. Hún var fædd 14. ágúst 1934 og lést 12. október 1998. Foreldrar: Þorbergur Friðriksson skipstjóri og Guðrún Bech. tvíburadætur Ólafs og Guðrúnar eru Guðrún tinna viðskiptafræðingur og Svanhildur dalla stjórnmálafræðingur og lögfræðingur, fæddar 1975. Kvæntist 14. maí 2003 dorrit moussaieff skartgripahönnuði. Hún er fædd 12. janúar 1950. Foreldrar hennar eru Shlomo moussaieff og Alisa moussaieff. „mér finnst hann reyndar betri á ensku en íslensku. setningarnar verða eins og markvissari á enskunni.“ Óli Björn Kárason. „Ég er ekki viss um að þjóðin hafi gert sér grein fyrir hvaða mann hún var að kjósa þegar hún kaus Ólaf ragnar,“ Jón Baldvin Hannibalsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.