Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 47
s t u ð u l l
„Ég gagnrýndi á sínum tíma fjölmiðlalögin, taldi þau óþörf, en
taldi engu að síður að Ólafur Ragnar hefði gert rangt með því að neita
að skrifa undir þau,“ segir Óli Björn.
„Synjun forsetans árið 2004 var brot á grundvallarreglu
þingræðisins. Það er óskiljanlegt að ekki skyldi nást samstaða á þingi
eftir það um að breyta stjórnarskránni og eyða þessari óvissu um hvar
völdin lægju,“ segir Óli Björn.
Hann segir að á hinn bóginn megi færa fyrir því rök að forseti hafi
átt að hafna Icesave-lögunum því þau hafi verið brot á stjórnarskrá
og því eðlilegt að vísa þeim til þjóðarinnar. Fjölmiðlalögin hafi hins
vegar verið rétt gerð lög en bara vond.
Þjóðin vissi ekki hvað hún gerði
Jón Baldvin er harðari í ummælum sínum um forsetann. „Ég er ekki
viss um að þjóðin hafi gert sér grein fyrir hvaða mann hún var að
kjósa þegar hún kaus Ólaf Ragnar,“ segir Jón Baldvin.
„Fólk var vant því að forseti sæti á friðastóli og ætlaði sér ekki völd,“
heldur Jón Baldvin áfram. „Ólafur var árið 1996 manna ólíklegastur
til að uppfylla þessi skilyrði. Þjóðin hefði átt að sjá það fyrir hvað
gerðist og mátt vita að hann sæti ekki stilltur á Bessastöðum.“
„Maðurinn er tækifærissinni,“ segir Jón Baldvin. „Hann var
formaður í sósíalistaflokki án þess að vera sósíalisti. Hann er til alls
líklegur.“
vonbrigðin mest í samfylkingu
Þannig heldur umræðan áfram að snúast um hvort forseti hafi gert
rétt eða ekki. Og þennan hæfileika að geta skipt alveg um fylgismenn
á einum degi. 5. janúar árið 2010 missti hann marga af sínum
tryggustu stuðningsmönnum og fékk marga nýja – í það minnsta um
tíma. Hve lengi veit enginn.
„Það er ekkert eins hverfult og almenningsálit á tímum kreppu,“
Jón Baldvin. „En það er alltaf hægt að fá annað skip og annað
föruneyti.“
Um þetta segir Óli Björn: „Ég held að það hafi fyrst og fremst
verið Samfylkingarfólk sem varð fyrir vonbrigðum með forsetann 5.
janúar, miklum vonbrigðum. Hugsanlega einnig einhverjir Vinstri
Ólafur Ragnar. Forsetinn hefur komið fram sem sterkur stjórnmálamaður í mörgum af þekktustu fjölmiðlum heims.