Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
A t H A F n A M A ð u r
Einar setti á laggirnar útvarpsstöð fyrir tæpum sex mánuðum sem heitir Kaninn og lenti fyrir skömmu í útistöðum við Ríkisútvarpið fyrir að spila lögin úr forkeppni Eurovision á stöðinni. ,,Deilan við RÚV er ódýrasta auglýsing sem Kaninn
hefur fengið. Reglan er sú að fjölmiðlar tala ekki hver um annan nema
þeir standi í einhverjum deilum sín á milli. Þannig að rimman við
RÚV vakti mikla athygli á Kananum. Málið snýst um það að RÚV
vill ekki að aðrar útvarpsstöðvar spili lögin í Eurovisionforkeppninni
á meðan á henni stendur. Ég get samt ekki með neinu móti fundið
stafkrók um að það sé bannað nema þá helst að RÚV hafi kostað
framleiðslu á efninu og vilji ekki að aðrir fjölmiðlar útvarpi lögunum í
ákveðinn tíma. RÚV hótaði að kæra mig fyrir að spila löginn. Í fyrstu
fór ég að hlæja og hélt áfram að spila lögin en svo fékk ég formlegt
bréf þar sem hótunin var ítrekuð og sagt að ég gæti lent í fangelsi fyrir
athæfið. Þá hugsaði ég með mér hvort þetta væri þess virði og hafði
samband við lögfræðing og spurði ráða og hann sagði útilokað að
hægt væri að koma á mig böndum fyrir að spila lögin. Þegar þar var
komið sögu voru bara tveir dagar í að það mætti fara að spila lögin
samkvæmt viðmiðun RÚV og þá hugsaði ég með mér: fjandinn hafi
það, og hélt áfram að spila lögin af fullum krafti.“
Kaninn er flott vörumerki
,,Ég hlustaði aldrei á gamla Kanaútvarpið sem krakki enda var það
útvarpið sem enginn mátti hlusta á. Í fyrrasumar þegar ég var að opna
Einar Bárðarson athafnamaður hefur
komið víða við á ferlinum. Hann hefur
verið umboðsmaður, staðið fyrir tónleikum,
útihátíð og samið lag sem keppti fyrir hönd
Íslands í Eurovision auk þess sem hann
skrifaði bók sem nefnist Öll trixin í bókinni.
Einar endurreisti Offiseraklúbbinn á Vellinum
í sumar. Nú síðast stofnaði hann útvarps-
stöðina Kanann og lenti í útistöðum við RÚV
vegna spilunar á Eurovisionlögum.
tExtI: Vilmundur hansen myNdIR: geir ólafsson
Storkar
rÚV