Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 55
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 55 og eigum samskipti við fólk í gegnum síma, samskiptaforrit í tölvunum, hvort sem þau heita facebook, skype, twitter eða msn auk þess að eiga við fólk maður á mann. Það er því mikilvægt að við nálgumst samskiptin rétt til að ná sem mestum árangri. Allt snýst þetta um að byggja traust tengsl, ná fram samvinnu og hafa áhrif á þá sem við eigum samskipti við. Gildir þá einu hvort þú ert í hlutverki stjórnandans, veitir innri eða ytri viðskiptavinum þjónustu, starfar í bakvinnslu eða við sölumennsku. Fyrir leiðtogann er það mikilvægara í dag en nokkru sinni að fylla starfsmenn sína innblæstri og hvetja þá áfram þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og rekstrarerfiðleika. Þessi bók á erindi við alla. John Maxwell, rithöfundur og fyrirlesari, hefur sagt frá því að á sínum yngri árum hafi faðir hans greitt honum fyrir hverja bók sem hann las. Bækurnar höfðu mismikið virði en bókin Vinsældir og áhrif hafi verið ein dýrasta bókin sem hann las. Því hafi hann lesið hana oftar en einu sinni og búi að því enn þann dag í dag (kannski ekki svo galin leið til að fá unga fólkið til að lesa meira). b æ k u r Unnur Valborg Hilmarsdóttir fjallar um bókina How to Win Friends and Influence People eftir Dale Carnegie. Nokkrar reglur sem hjálpa okkur að ná meiri árangri í samskiptum við aðra regla 2 Vertu heiðarlegur og einlægur í viðurkenningu þinni Lykilorðin hér eru „heiðarlegur“ og „einlægur“. Dale Carnegie er ekki að segja okkur að vera með yfirborðskennt flaður. Málið snýst um að grípa tækifæri til að segja „takk“ eða færa í orð hversu mikils við metum hinn aðilann. Fæstir kvarta yfir að fá of mikið hrós eða þakkir. regla 3 Vektu ákafa löngun hjá öðrum Með því að þvinga einhvern til að gera eitthvað í ljósi valds okkar erum við ekki að vinna traust né virðingu. Það er vænlegra til árangurs að komast að því hvað hvetur hinn aðilann og leita leiða til að fylla hann innblæstri til að gera það sem gera þarf. regla 4 sýndu öðrum einlægan áhuga Það kemur ekkert í staðinn fyrir einlægan áhuga þegar kemur til þess að skapa umhverfi sem einkennist af trausti. Hvert okkar hefur innbyggðan nema sem segir okkur þegar hinn aðilinn sýnir okkur ekki einlægan áhuga. regla 7 Vertu góður hlustandi. Hvettu aðra til að tala um sjálfa sig Flest okkar eru áköf í að tala um okkur sjálf og eigin áhugamál. Við skerum okkur úr þegar við beinum kastljósinu að hinum aðilanum og leyfum honum að tala. Þessi regla er jafnframt gulls í gildi í sölumennsku og nauðsyn til að við greinum þarfir rétt og leggjum fram viðeigandi lausnir. Hver var Dale Carnegie? Dale Carnegie fæddist árið 1888 í Missouri í Bandaríkjunum og stund- aði nám við Warrensburg ríkiskenn- araháskólann í sama ríki. Hann hóf störf sem sölumaður og hélt til New York þar sem hann vildi reyna fyrir sér í leiklist. Hann fann sig ekki allt of vel í sölumennskunni og byrjaði að kenna námskeið í tjáningu fyrir KFUM og þar með var grunnurinn lagður að hinum heimsþekktu Dale Carnegie námskeiðum. Fyrsta námskeiðið var haldið árið 1912 og bækur Carnegies um námskeiðin og lífsreglur þeirra, Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu, skipuðu efstu sæti á bóksölulistum um allan heim. Bækur Carnegies hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál og selst í yfir 50 milljónum eintaka. Carnegie var eftirsóttur ræðumaður og fyrirlesari í sinni tíð og leiðtogar um heim allan leituðu ráða hjá honum. Hann var dálkahöfundur fyrir fjölda dagblaða og var með daglegan útvarpsþátt. Kona hans, Dorothy Carnegie, byggði upp fyrirtækið eftir lát hans 1955 og í dag er Dale Carnegie alþjóðleg keðja sem saman- stendur af yfir 3000 þjálfurum með skrifstofur í hartnær 80 löndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.