Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 59
búið að setja 3 milljarða í framkvæmdirnar; nýtt uppsjávarfrystihús
og fiskimjölsverksmiðju.
Ævintýri HB Granda á Vopnafirði hófst fyrir rúmum sex árum
þegar HB Grandi og Tangi á Vopnafirði sameinuðust undir merkjum
HB Granda. Það hefur reynst Vopnfirðingum heilladrjúgt. Með sam-
einingunni má segja að tekist hafi að snúa varnarbaráttu áranna á
undan í sókn og mikla atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir að
einkum hafi verið horft til fjögurra þátta við hönnun verksmiðj-
unnar; að auka nýtinguna, bæta gæði afurðanna, lækka rekstrarkostn-
aðinn og bæta umhverfisáhrifin.
Meðal nýjunga er rafskautaketill. Stefnt er að því að nýja verk-
smiðjan verði hin fyrsta í heiminum sem eingöngu nýtir raforku til
framleiðslu á hágæðafiskmjöli. Umhverfisáhrifin verða því veruleg.
Ekki þarf lengur að brenna olíu. Undanfarin ár hefur olíunotkun
verksmiðjunnar numið um 2,5 til 3,0 milljónum lítra á ári.
„Orkuþörfin þegar full starfsemi verður í uppsjávarfrystihúsinu og
fiskimjölsverksmiðjunni er áætluð 18-19 megavött en til samanburðar
má nefna að öll önnur orkuþörf í sveitarfélaginu nemur að jafnaði
2-2,5 megavöttum. Með lokuðu kerfi hvað varðar geymslu og
flutning á mjöli frá verksmiðjunni um borð í flutningaskip mun
notkun einnota mjölpoka leggjast af. Árlega hafa verið notaðir um
11-12 þúsund pokar í þessu skyni og þá hefur þurft að urða eftir
notkun.“
Eggert segir að HB Grandi hafi fjárfest fyrir rúma 3 milljarða
króna í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði á sl. fimm árum. Á þessu ári
verði ráðist í endurbætur á uppsjávarfrystingunni, sem efla möguleika
hennar á að vinna makríl til manneldis. Í heildina nemi fjárfestingin í
uppsjávarvinnslunni alls tæpum fjórum milljörðum króna.
Eggert segir að samstarfið við heimamenn á Vopnafirði hafi reynst
mjög farsælt. Heimamenn sýndu einhug þegar ákveðið var að ganga
til viðræðna við HB Ganda hf. um samruna og sýndu samstöðu þegar
hann var samþykktur. Vopnafjarðarhreppur á einnig töluvert hlutafé
í HB Granda.
„Uppbyggingin hefði aldrei getað orðið nema með öflugu átaki
heimamanna í hafnargerð. Bygging sjóvarnargarðs auk 120 metra
viðlegukants og dýpkun innsiglingar og hafnarinnar gegndu lyk-
ilhlutverki í að gera uppbygginguna mögulega.“
Það er ekki úr vegi að hverfa nokkur ár aftur í tímann og rifja
upp stöðu Tanga hf. á árunum fyrir samrunann við HB Granda.
Fyrirtækið var lengst af í bolfiskvinnslu auk vinnslu á uppsjávarfiski.
Skipakosturinn var mestur þrjú skip; togararnir Brettingur NS og
Eyvindur vopni NS og tog- og nótaskipið Sunnuberg NS.
Um mitt árið 2001 var ákveðið að sameina hluta af starfsemi
Sjólaskipa ehf. í Hafnarfirði rekstri Tanga. Við það eignuðust Jón
Guðmundsson og fjölskylda hans, eigendur Sjólaskipa, hlut í Tanga.
Í september ári síðar keypti Hraðfrystihús Eskifjarðar, sem síðar varð
Eskja hf., allan hlut Sjólaskipa í Tanga en hann nam þá rúmlega 40%.
Núna eru tankarnir hluti af nýrri og glæsilegri fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði.
tANKARNiR tAKA SiG VEL út FYRiR AUStAN