Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 59

Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 59 búið að setja 3 milljarða í framkvæmdirnar; nýtt uppsjávarfrystihús og fiskimjölsverksmiðju. Ævintýri HB Granda á Vopnafirði hófst fyrir rúmum sex árum þegar HB Grandi og Tangi á Vopnafirði sameinuðust undir merkjum HB Granda. Það hefur reynst Vopnfirðingum heilladrjúgt. Með sam- einingunni má segja að tekist hafi að snúa varnarbaráttu áranna á undan í sókn og mikla atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir að einkum hafi verið horft til fjögurra þátta við hönnun verksmiðj- unnar; að auka nýtinguna, bæta gæði afurðanna, lækka rekstrarkostn- aðinn og bæta umhverfisáhrifin. Meðal nýjunga er rafskautaketill. Stefnt er að því að nýja verk- smiðjan verði hin fyrsta í heiminum sem eingöngu nýtir raforku til framleiðslu á hágæðafiskmjöli. Umhverfisáhrifin verða því veruleg. Ekki þarf lengur að brenna olíu. Undanfarin ár hefur olíunotkun verksmiðjunnar numið um 2,5 til 3,0 milljónum lítra á ári. „Orkuþörfin þegar full starfsemi verður í uppsjávarfrystihúsinu og fiskimjölsverksmiðjunni er áætluð 18-19 megavött en til samanburðar má nefna að öll önnur orkuþörf í sveitarfélaginu nemur að jafnaði 2-2,5 megavöttum. Með lokuðu kerfi hvað varðar geymslu og flutning á mjöli frá verksmiðjunni um borð í flutningaskip mun notkun einnota mjölpoka leggjast af. Árlega hafa verið notaðir um 11-12 þúsund pokar í þessu skyni og þá hefur þurft að urða eftir notkun.“ Eggert segir að HB Grandi hafi fjárfest fyrir rúma 3 milljarða króna í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði á sl. fimm árum. Á þessu ári verði ráðist í endurbætur á uppsjávarfrystingunni, sem efla möguleika hennar á að vinna makríl til manneldis. Í heildina nemi fjárfestingin í uppsjávarvinnslunni alls tæpum fjórum milljörðum króna. Eggert segir að samstarfið við heimamenn á Vopnafirði hafi reynst mjög farsælt. Heimamenn sýndu einhug þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við HB Ganda hf. um samruna og sýndu samstöðu þegar hann var samþykktur. Vopnafjarðarhreppur á einnig töluvert hlutafé í HB Granda. „Uppbyggingin hefði aldrei getað orðið nema með öflugu átaki heimamanna í hafnargerð. Bygging sjóvarnargarðs auk 120 metra viðlegukants og dýpkun innsiglingar og hafnarinnar gegndu lyk- ilhlutverki í að gera uppbygginguna mögulega.“ Það er ekki úr vegi að hverfa nokkur ár aftur í tímann og rifja upp stöðu Tanga hf. á árunum fyrir samrunann við HB Granda. Fyrirtækið var lengst af í bolfiskvinnslu auk vinnslu á uppsjávarfiski. Skipakosturinn var mestur þrjú skip; togararnir Brettingur NS og Eyvindur vopni NS og tog- og nótaskipið Sunnuberg NS. Um mitt árið 2001 var ákveðið að sameina hluta af starfsemi Sjólaskipa ehf. í Hafnarfirði rekstri Tanga. Við það eignuðust Jón Guðmundsson og fjölskylda hans, eigendur Sjólaskipa, hlut í Tanga. Í september ári síðar keypti Hraðfrystihús Eskifjarðar, sem síðar varð Eskja hf., allan hlut Sjólaskipa í Tanga en hann nam þá rúmlega 40%. Núna eru tankarnir hluti af nýrri og glæsilegri fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. tANKARNiR tAKA SiG VEL út FYRiR AUStAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.