Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 63
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 63
Fundir og ráðsteFnur
VEl hEppnuð
bílakynning ErlEndis:
Sprengingar og
hraunstraumur
Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna,
hefur sótt margar bílakynningar og -sýningar í útlöndum.
Hann nefnir sérstaklega sýningu sem hann sótti í Dubai
fyrir níu árum en þá var verið að kynna nýjan Porsche.
Sýningargestir gistu á sjö stjörnu hóteli, Burj al Arab, en einn
daginn var hópurinn látinn keyra í eyðimörk í heilan dag.
Þegar skyggja tók var komið á áfangastað þar sem hópurinn
fékk að borða undir tjaldhimni.
„Allt í einu byrjuðu sprengingar og læti og hávaðinn var
ofboðslegur. Það virtist byrja að gjósa í fjalli rétt hjá og
hraunstraumur byrjaði að vella úr því.“ Auðvitað var ekki um
alvöru gos og hraunstraum að ræða. „Bíllinn sem átti að
kynna kom upp úr gígnum og var honum ekið ofan á
hraunstraumnum niður fjallið.“ Þegar straumurinn var kominn
um það bil niður á mitt fjallið – með jeppann akandi ofan á
hrauninu – varð ógurleg sprenging og segja má að annar
jeppi hafi komið fljúgandi út úr fjallinu. Ég var bergnuminn.
Um var að ræða Porsche Cayenne og þetta var tveimur árum
áður en bíllinn fór í almenna sölu.“ Benedikt Eyjólfsson. „Bíllinn sem átti að kynna kom upp úr gígnum og var
honum ekið ofan á hraunstraumnum niður fjallið.“
ekki síst fyrir okkur Íslendinga sem
erum jafnan fáir í hverri fræðigrein
og landfræðilega einangraðri en
flestar Evrópuþjóðir. Þar sem ráð-
stefnan og samtökin sem að henni
standa snúast um doktorsnám eru
það doktorsnemar sem flytja lang-
flest erindin á þessum ráðstefnum,
svo og nýdoktorar. Prófessorar og
aðrir kennarar leiða hins vegar
gagnrýnin viðbrögð við erindunum.
Sjálfur flutti ég andmæli við erindi
eins nýdoktors frá Oxford, ungrar
konu en hlutfall kvenna fer mjög
vaxandi í þessum fræðum eins og
svo mörgum öðrum.
Við vorum þrír sem sóttum
þessa ráðstefnu frá Íslandi og
vorum við allir afar ánægðir með
hana. Og það var einkar vel við
hæfi að nafn hótelsins sem
ráðstefnugestirnir dvöldu á skyldi
hafa rætur í Gamla testamentinu,
þ.e. Eden. Það var ánægjulegt að
verða var við mikinn hlýhug í garð
okkar Íslendinga sem birtist meðal
annars í innilegu lófataki þegar
samþykkt var að næsta ráðstefna
samtakanna skyldi haldin í
Skálholti í september næstkom-
andi.“