Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
icElandair
Hvataferðir eru vinsælar ferðir fyrir fyrirtæki
og hópa til að efla og styrkja samvinnu ein-
staklinganna og vinsælt er að fara í slíkar
ferðir utan landsteinanna. Sömu sögu er að
segja um árshátíðarferðir.
Að sögn Aðalheiðar G. Halldórsdóttur,
deildarstjóra hópadeildar Icelandair, er helsti
kosturinn við að halda hvataferðir og árshá-
tíðir erlendis sá að með þeim hætti hristast
hópar mjög vel saman: „Fólk dvelur saman
á hóteli og fundar þar án utanaðkomandi
truflunar. Svo kynnist fólk einnig vel við að
ferðast og upplifa saman nýja staði og fram-
andi lönd. Það er mjög mismunandi hversu
stórir hóparnir eru en við skipuleggjum
ferðir fyrir ýmsar stærðir hópa, alveg frá 10
og upp í 400–500 manns.
Við sjáum um ýmsa skipulagsþætti fyrir
utan flugið sjálft. Við bókum hótel, rútur,
fundarsali, hátíðarkvöldverði, skoðunarferðir
og allt sem fólki dettur í hug. Stundum
vilja hóparnir skreppa á golfvöll eitt síðdegi
eða leigja herbergi fyrir konurnar til að
hittast og greiða sér ef um árshátíð-
arferð er að ræða. Þessi „landþjón-
usta“ er unnin í samvinnu við
fjölmarga samstarfsaðila sem við höfum á
okkar snærum á öllum áfangastöðum Ice-
landair.“
Draumaárshátíðin ... vor í París
„Skemmtileg hópaferð gæti t.d. verið helg-
arferð til Manchester en þangað er beint
flug sem tekur tvo og hálfan tíma. Hóparnir
geta farið saman á fótboltaleik og upplifað
ekta kráarstemmningu á eftir. Síðan er hægt
að heimsækja bítlaborgina Liverpool, sem er
stutt frá, eða rölta um Manchester-borg sem
er ótrúlega hrein og falleg. Svo skemmir
ekki að þar eru flottar búðir og svo erum
við með fín samningshótel í borginni sem
bjóða sanngjarnt verð á hótelgistingu.
Draumaárshátíð mín væri líklega að vori
til í París eða jafnvel Stokkhólmi. Þessar
borgir eru báðar ótrúlega grænar og fallegar
og hafa marga spennandi staði. Þá er hægt
að blanda saman menningar- og afslöpp-
unarferð í sömu ferðinni. Svo er Helsinki
líka mjög spennandi borg en við erum
að auka flugtíðnina þangað; hefjum flug
snemma á vorin og fljúgum fram eftir vetri.“
beint flug á Vesturströndina
„Af nýjum áfangastöðum ber helst að nefna
Seattle en þangað er flogið allt árið um
kring og tekur flugið „aðeins“ sjö tíma.
Skemmtileg tilbreyting í því að komast í
beinu flugi á vesturströnd Bandaríkjanna.
Svo erum við að hefja flug til Brussel og
Düsseldorf. Svo má ekki gleyma nýjum
áfangastöðum á vesturströnd Noregs sem
verður flogið til í sumar en það eru Stav-
anger og Þrándheimur.“
Hvataferðir og
árshátíðarfagnaðir erlendis
„Við sjáum um ýmsa skipu-
lagsþætti fyrir utan flugið
sjálft. Við bókum hótel, rútur,
fundarsali, hátíðarkvöldverði,
skoðunarferðir og allt sem
fólki dettur í hug.“
Hópadeild Icelandair, frá vinsri
Aðalheiður, Hilda, Inga Dís,
Stefanía, Unnur og Oddný.
K
YN
N
iN
G