Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 66

Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 icElandair Hvataferðir eru vinsælar ferðir fyrir fyrirtæki og hópa til að efla og styrkja samvinnu ein- staklinganna og vinsælt er að fara í slíkar ferðir utan landsteinanna. Sömu sögu er að segja um árshátíðarferðir. Að sögn Aðalheiðar G. Halldórsdóttur, deildarstjóra hópadeildar Icelandair, er helsti kosturinn við að halda hvataferðir og árshá- tíðir erlendis sá að með þeim hætti hristast hópar mjög vel saman: „Fólk dvelur saman á hóteli og fundar þar án utanaðkomandi truflunar. Svo kynnist fólk einnig vel við að ferðast og upplifa saman nýja staði og fram- andi lönd. Það er mjög mismunandi hversu stórir hóparnir eru en við skipuleggjum ferðir fyrir ýmsar stærðir hópa, alveg frá 10 og upp í 400–500 manns. Við sjáum um ýmsa skipulagsþætti fyrir utan flugið sjálft. Við bókum hótel, rútur, fundarsali, hátíðarkvöldverði, skoðunarferðir og allt sem fólki dettur í hug. Stundum vilja hóparnir skreppa á golfvöll eitt síðdegi eða leigja herbergi fyrir konurnar til að hittast og greiða sér ef um árshátíð- arferð er að ræða. Þessi „landþjón- usta“ er unnin í samvinnu við fjölmarga samstarfsaðila sem við höfum á okkar snærum á öllum áfangastöðum Ice- landair.“ Draumaárshátíðin ... vor í París „Skemmtileg hópaferð gæti t.d. verið helg- arferð til Manchester en þangað er beint flug sem tekur tvo og hálfan tíma. Hóparnir geta farið saman á fótboltaleik og upplifað ekta kráarstemmningu á eftir. Síðan er hægt að heimsækja bítlaborgina Liverpool, sem er stutt frá, eða rölta um Manchester-borg sem er ótrúlega hrein og falleg. Svo skemmir ekki að þar eru flottar búðir og svo erum við með fín samningshótel í borginni sem bjóða sanngjarnt verð á hótelgistingu. Draumaárshátíð mín væri líklega að vori til í París eða jafnvel Stokkhólmi. Þessar borgir eru báðar ótrúlega grænar og fallegar og hafa marga spennandi staði. Þá er hægt að blanda saman menningar- og afslöpp- unarferð í sömu ferðinni. Svo er Helsinki líka mjög spennandi borg en við erum að auka flugtíðnina þangað; hefjum flug snemma á vorin og fljúgum fram eftir vetri.“ beint flug á Vesturströndina „Af nýjum áfangastöðum ber helst að nefna Seattle en þangað er flogið allt árið um kring og tekur flugið „aðeins“ sjö tíma. Skemmtileg tilbreyting í því að komast í beinu flugi á vesturströnd Bandaríkjanna. Svo erum við að hefja flug til Brussel og Düsseldorf. Svo má ekki gleyma nýjum áfangastöðum á vesturströnd Noregs sem verður flogið til í sumar en það eru Stav- anger og Þrándheimur.“ Hvataferðir og árshátíðarfagnaðir erlendis „Við sjáum um ýmsa skipu- lagsþætti fyrir utan flugið sjálft. Við bókum hótel, rútur, fundarsali, hátíðarkvöldverði, skoðunarferðir og allt sem fólki dettur í hug.“ Hópadeild Icelandair, frá vinsri Aðalheiður, Hilda, Inga Dís, Stefanía, Unnur og Oddný. K YN N iN G
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.