Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
K
YN
N
IN
G
Nú eru rúm fjórtán ár síðan Jakob
Jakobsson stofnaði veitingastaðinn
Jómfrúna, við Lækjargötu, eftir hafa lokið
námi frá hinu heimsfræga veitingahúsi Idu
Davidsen í Kaupmannahöfn. Að loknu
námi starfaði Jakob í eitt ár í Brasilíu en
heim kominn fór hann, ásamt manni sínum
Guðmundi Guðjónssyni. strax að huga að
stofnun Jómfrúarinnar, sem var opnuð í
janúar 1996.
Vinsæll í hádeginu
Jómfrúin er norrænt veitingahús en smur-
brauðið gerir það fyrst og fremst danskt.
Smurbrauðið er stærsti liðurinn í rekstr-
inum en hádegisréttirnir geta alveg eins
verið íslenskir eins og danskir. „Þegar við
fórum af stað með Jómfrúna var búið að
þróa hugmyndina vel og hefur ekkert verið
breytt út af henni allan þann tíma sem stað-
urinn hefur verið rekinn. Við höfum hvergi
vikið frá upphaflegri hugmynd um hvað
ætti að vera í boði og smurbrauðsmatseðill,
sem sérlega var vandað til, er sá sami enn
þann dag í dag. Þegar við opnuðum settum
við markmiðið á fólk úr fjármálum, stjórn-
málum og listum og við höfum í gegnum
tíðina fengið mikinn fjölda gesta úr þessum
geira atvinnulífsins. Staðurinn sjálfur er þó
ekkert bundinn við atvinnulífið eitt og sér,
eins og mjög breiður hópur fastagesta vitnar
um.“
Jómfrúin vakti strax hrifningu og hefur
reksturinn gengið vel. Fastagestir eru
margir og þá ekki síður af landsbyggð-
inni og í hádeginu er þar yfirleitt mjög
skemmtileg blanda fólks úr atvinnulífinu.
„Við vorum mjög fljótir að ná okkur á
strik og hafa fjölmargir haldið tryggð við
staðinn og þá ekki síst fólk utan af landi.
Margir viðskiptavina okkar af landsbyggð-
inni koma aldrei svo til Reykjavíkur að
ekki sé Jómfrúin heimsótt.“
Vinsælt að panta fyrir fundi og veislur
Hluti af starfsemi Jómfrúarinnar er
veisluþjónustan. „Við fórum þá leið í því
að auglýsa veisluþjónustuna, að við nýttum
Veitingastaðurinn Jómfrúin
Dönsk smurbrauðslist fyrir
fundi og ráðstefnur
Jakob Jakobsson á og rekur smurbrauðsveitingahúsið Jómfrúnna ásamt manni sínum Guðmundi Guðjónssyni.