Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 85
Fundir og ráðsteFnur
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst
og forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga, sótti í nóvember
ráðstefnu fyrir Feneyjanefnd Evrópuráðsins í Chisinau,
höfuðborg Moldóvu. „Niðurstöður rannsóknar minnar á
tjáningarfrelsi fjölmiðla, sem ég vann fyrir Feneyjanefndina,
eru notaðar sem grunnur að leiðbeiningareglum í eftirliti með
frammistöðu fjölmiðla í aðdraganda kosninga í aðildarríkjum
Evrópuráðs, þá sérstaklega ríkjum austur Evrópu. Markmið
Feneyjarnefndar Evrópuráðs er að aðstoða þessi ríki í að
koma á lýðræðislegu stjórnarfari með lögum.
Moldóva er gamalt Sovétlýðveldi og pólitískt og
efnahagslegt ástand afar slæmt. Stjórnvöld sendu
harðsnúinn lögfræðing á fundinn. Hann virtist þekkja til
allra helstu dóma Mannréttindadómstóls Evrópu á sviði
tjáningarfrelsis en ég er ekki viss um að skilningur á eðli
vandans hafi verið jafnmikill enda lítil virðing borin fyrir
fjölmiðlafrelsi í Moldóvu. Í aðdraganda kosninga nýverið
ruddist lögreglan inn á ritstjórnarskrifstofur fjölmiðla í
Chisinau án nokkurra heimilda.
Margt sló mig þessa fáu daga sem ég dvaldi í Chisinau.
Á sjálfu ráðstefnuhótelinu voru ungar stúlkur á barnum með
tyrkneskum, skuggalegum náunga kvöld eftir kvöld að reyna
að selja sig. Stúlkurnar eru bláfátækar og koma utan af
landi í leit að tækifærum. Margar lenda í því að vera seldar
mansali en Moldóva er miðstöð mansals til annarra landa.
Það var þrúgandi og sorglegt að verða þessa áskynja.
Chisinau er sögð gróðursælasta borg Evrópu en Moldóva
var matarkista gömlu Sovétríkjanna. Þarna er stór matvæla-
markaður, blómamarkaður og fólk að selja varning á götum.
Flestir eru fátæklegir, byggingar fremur hrörlegar en inn á milli
eru að rísa nýjar verslunarhallir í vestrænum stíl. Ég varð vitni
að íburðarmiklu brúðkaupi en ungt fólk skuldsetur sig víst
mörg ár fram í tímann vegna slíks. Það er dauft yfir unga fólk-
inu þarna og margir þrá að fara langt í burtu vestur, í von um
betri lífskjör. Ég hef sjaldan séð fólk biðja eins heitt og signa
sig af jafnmiklum ákafa og í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
við aðaltorgið.
Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu var saminn á rústum
síðari heimsstyrjaldarinnar spurði einn höfundanna, franskur
lagaprófessor, að hvaða marki tjáningarfrelsi og önnur borg-
araleg réttindi kæmu fólki að notum sem ætti vart til hnífs og
skeiðar. Sú hugsun var ofarlega í huga mér þegar ég yfirgaf
þetta fátæka land – mér fannst ég hafa farið áratugi aftur í
tímann. Það var góð tilfinning eftir langt ferðalag að komast í
sund um kvöldið, horfa á stjörnur og norðurljós í tunglskini og
sjá gufuna stíga upp úr heitu pottunum þar sem fólk sat og
ræddi mögulegar lausnir á vanda líðandi stundar.“
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Niðurstöður rannsóknar hennar á tján-
ingarfrelsi fjölmiðla, sem hún vann fyrir Feneyjanefnd Evrópuráðsins, eru
notaðar sem grunnur að leiðbeiningarreglum í eftirliti með frammistöðu
fjölmiðla í aðdraganda kosninga í aðildarríkjum Evrópuráðs, þá sérstaklega
ríkjum Austur-Evrópu.
EftirminnilEg ráðstEfna:
Á vegum Evrópuráðs
í Chisinau í Moldóvu
R á ð s t e f n u R
& f u n d a h ö l d
. Fyrirmyndaraðstaða fyrir allt að 10 – 470 manna ráðstefnur.
. 14 funda- og veislusalir fyrir stórar sem smáar veislur.
. Frábær aðstaða fyrir stórsýningar, fjarfundi og beinar útsendingar.
Við leggjum okkur fram við að bjóða bestu og
tæknilega fullkomnustu ráðstefnuaðstöðu á landinu.
Grand hótel Reykjavík / sigtún 38 / 105 Reykjavík
sími: 514 8019 / fax: 5148030 / radstefnur@grand.is / www.grand.is