Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
K
YN
N
IN
G
Sense sérhæfir sig í tækniþjónustu og leigu
á búnaði fyrir veislur, sýningar, ráðstefnur,
fundi og tónleika af hvaða stærð sem er.
Gunnar Möller er tæknistjóri Sense
leigu. Að hans sögn hefur Sense til útleigu
tæki til allra mögulegra lausna sem þörf
er á við framkvæmd hinnar fullkomnu
ráðstefnu; s.s. hljóð- og myndlausnir,
ljósalausnir, tölvulausnir, prentlausnir,
túlkalausnir, Webcast (beint á netinu) og
fjarfundarlausnir, svo eitthvað sé nefnt.
Ráðstefnubúnaður
„Sense/leiga býður upp á heildarlausnir í
ráðstefnubúnaði og þjónustu, allt frá minni
fundum upp í stærri ráðstefnur og fundi.
Þegar kemur að því að skipuleggja fundi,
hvort sem þeir fara fram á einu eða fleiri
tungumálum, er mikilvægt að hafa í huga
hverjar tækniþarfirnar eru:
Algengustu tækniþættir sem þarf að
sinna í skipulagningu fyrir innlendar og
alþjóðlegar ráðstefnur og fundi eru m.a.:
Hvað fer fundurinn fram á mörgum •
tungumálum?
Þarf túlkabúnað?•
Þarf aðstöðu fyrir rit-túlka á meðan •
fundi stendur?
Þarf hljóðnemakerfi fyrir panel/•
langborð eða U-uppstillingu?
Þarf hljóð- og myndupptöku af •
fundinum?
Þarf að senda fundinn út beint á netinu •
(streymi/webcast)?
Þurfa fleiri aðilar að taka þátt í •
fundinum annarstaðar frá en á
fundarstað, s.s. innanlands eða erlendis
(fjarfundur/video conference)?
Þarf server fyrir innra tölvunet á meðan •
fundinum stendur?“
Þekking og reynsla
„Innan Sense starfa sérfræðingar sem búa
yfir áralangri þekkingu og reynslu og eru
þrautþjálfaðir í að laga sig að aðstæðum
hverju sinni.
Sense hefur annast tæknimál á öllum
helstu ráðstefnum hér á landi um langt
árabil eins og NATO-ráðstefnum,
Norðurlandaráðstefnum (Norden),
ráðstefnu Alþjóða Ólympíunefndarinnar,
heimsóknir erlendra þjóðhöfðinga,
sjávarútvegssýninguna í Fífunni og ýmis
verkefni fyrir Alþingi, svo fátt eitt sé nefnt.
Ásamt Gunnari starfa á leigunni tveir
verkefnastjórar og ráðgjafar, þeir Reynir
Jónasson og Einar Karl Valmundsson. Auk
þess er fjöldi starfsmanna úr lausnadeild
Sense, auk verktaka, sem vinnur við tækni-
þjónustu í verkefnum Sense leigu.“
Heildarlausnir
í ráðstefnubúnaði
sEnsE
Reynir Jónasson, til vinstri og Gunnar Möller hjá Sense.
„Innan Sense starfa sérfræðingar
sem búa yfir áralangri þekkingu og
reynslu og eru þrautþjálfaðir í að
aðlaga sig aðstæðum hverju sinni.“
Tækjaleiga Sense • Borgartúni 37 • 105 Reykjavík • sími 585 3880 • www.sense.is • leiga@sense.is
Tækjaleiga Sense býður fyrirtækjum og einstaklingum bestu fáanlegu þjónustu þegar
skipuleggja á viðburð. Hvort sem um tónleika, ráðstefnur, fundi, sýningar eða veislur
er að ræða getur Tækjaleigan veitt bæði búnað og tækniþjónustu fyrir verkið. Með eitt
stærsta framboð búnaðar og helstu sérfræðinga landsins á sínu sviði verður umgjörðin
vel heppnuð.
Við veitum lausnir á sviði hljóð- og myndbúnaðar, ljósabúnaðar, tölvubúnaðar, prent-
búnaðar, túlkabúnaðar og streymiþjónustu yfir netið.
Vertu laus við áhyggjur af tæknimálum og hafðu samband við sérfræðinga okkar
á leiga@sense.is.
Viðburðurinn í góðum höndum