Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Lífsstíll • myndlist• sælkErinn• hEstamEnnska• kvikmyndir• Bílar
UMSJóN: Svava JónSdóttir (MYNDLIST O.FL.) • Hilmar KarlSSon (KVIKMYNDIR) • páll StefánSSon (BÍLAR)
Hestamennska
Ótrúlega magnað dýr
Bjarni Sigbjörnsson listmálari
málar exsressívar abstraktmyndir.
„Ferli myndanna er að vissu leyti
tilraunakennt hvað varðar efnisval;
efnistök nálgast mjög líkamleg
átök. Ég mála abstraktmyndir því þá
snýst listræn úrlausn um eigindir
myndarinnar en er ekki eftirlíking.
Kenndir og hvatir ráða útkomunni.“
Listamaðurinn gerir tilraunir í
vinnustofunni – blandar ýmsum
efnum saman; segist bjóða
óvissunni upp í dans. „Ég legg ekki
af stað með fullbúna hugmynd
eða myndbyggingarleg drög. Þetta
er heimspekileg afstaða um
listsköpun sem líkamlegt atferli,
eins konar slembimökun gerandans
við eigin hneigðir og heiminn sem
heildarvitund.“
Hann segir litavalið hafa verið
margbreytilegt í gegnum tíðina, oft
„mónókrómískt“.
„Á sýningunni Myrkt hold í
Reykjavík Art Gallerý, sem er
nýlokið, var litaskalinn mestmegnis
rauður og yfir í djöfullegan indigó en
sá litur er goðsagnakenndur.“
myndlist
Kenndir
og hvatir
Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla, kynntist
hestum og hestamennsku þegar hún var í sveit á Skarði í Landsveit
sumarlangt í æsku. Þá varð ekki aftur snúið. Hún fékk hest í
fermingargjöf. „Ég valdi stærsta og villtasta hestinn,“ segir hún. Hann
var grár og fékk það fallega nafn Amadeus. „Það þurfti þrjá menn til
að ná honum en þegar á hólminn var komið var hann fulllatur fyrir
minn smekk. Næsti hestur sem ég eignaðist stóð kyrr þegar ég gekk
að honum hvar sem var, jafnvel úti í haga, en var svo ótrúlega viljugur
þegar komið var á bak og hlaut því nafnið Viljar. Ég lærði því snemma í
hestamennskunni að útlit eða stærilæti segja ekki alla söguna.“Bjarni Sigbjörnsson. „Ég mála abstraktmyndir því þá snýst
listræn úrlausn um eigindir myndarinnar en er ekki eftirlíking.“