Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 104
Fólk 104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Harpa – tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, er hluti af umfangs-miklu þróunarverkefni á Austur- hafnarsvæðinu. Markmiðið er að byggingin verði eitt helsta kennileiti borgarinnar og að verkefnið í heild sinni stækki og endurlífgi austurhöfn Reykjavíkur með nýju miðbæjartorgi og tengi svæðið betur við miðbæinn. Hrönn Ingólfsdóttir er markaðsstjóri Hörpu og hóf störf síðastliðið haust. „Harpa er fjölnota hús sem við viljum fá sem mest líf í. Húsið getur tekið á móti mörgum mismunandi viðburðum s.s. tónlistarviðburðum af ýmsum toga, fundum, ráðstefnum, veislum fyrir fyrirtæki og einstaklinga og kvikmyndsýningum. Allur tæknibúnaður verður fyrsta flokks og gott sýningarsvæði verður í húsinu sem gefur ýmsa möguleika. Starf mitt felst í markaðssetningu á húsinu og ýmsum öðrum verkefnum tengdum opnun á húsinu. Það er í mörg horn að líta þegar verið er að koma húsi sem þessu í rekstur, ekki síst með tilliti þess að það styttist í opnun hússins sem verður í maí 2011. Starfið er því fjölbreytt og víðtækt. Áherslurnar í mínu starfi eru á markaðssetningu ráðstefnuhlutans. Húsið fékk nafn í desember og við erum m.a. að vinna að uppfærslu á heimasíðu okkar og tilfærslu á síðunni yfir á lén í samræmi við nafnið. Hrönn á tvo syni á ólíkum aldri. „Sá eldri er orðinn fullorðinn, er í skóla ásamt því að vinna á veitingastað en yngri sonurinn er hins vegar á leikskóla. Það eru því mjög ólíkar samræður sem ég á við þá tvo. Á árunum á milli barna aflaði ég mér menntunar og bjó erlendis um tíma, sem var góð reynsla. Við eigum okkar heimili í gömlu húsi í Gerðunum með litlum garðskika. Það er gott að búa í þessu gróna hverfi og staðsetningin frábær. Það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast um framandi slóðir og langar að gera enn meira af því í framtíðinni. Það er svo áhugavert að kynnast öðrum þjóðfélögum. Síðasta ferð var til Kína nú í haust. Þar voru heimsóttir einir sjö staðir á tveimur vikum. Ferðast var með flugvélum, lestum, rútum og bátum. Við fengum leiðsögumann til að aðstoða okkur á hverjum stað, enda mikið að komast yfir á stuttum tíma. Gangan á Kínamúrnum er eftirminnilegust. Almennt kom samt mest á óvart hvað áhrif kapítalismanns eru sterk í þjóðfélaginu þrátt fyrir kommúnískt stjórnarfar. Annars er eftirminnilegasti staður sem ég hef komið til enn sem komið er Machu Picchu í Perú. Andrúmsloftið þar er alveg sérstakt. Það færist yfir mann andlegur friður uppi í hæðunum. Innanlands hef ég aðgang að sumarbústað á Arnarstapa. Þangað er gott að koma. Þar nær maður að aftengja sig frá amstri dagsins og endurhlaða batteríin, enda Snæfellsjökull svo að segja við túnfótinn. Sumarfríinu verður varið þar þetta árið.“ Hrönn Ingólfsdóttir. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast um framandi slóðir og langar að gera enn meira af því í framtíðinni. Það er svo áhugavert að kynnast öðrum þjóðfélögum.“ HRÖNN INGÓLFSDÓTTIR markaðsstjóri Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhúss Nafn: Hrönn Ingólfsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 21. apríl 1968. Foreldrar: Kolbrún Ingimarsdóttir og Ingólfur Arnarson (látinn) Börn: Andri Már 20 ára og Bjarki Freyr 3 ára. Menntun: BA í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands 1992, MA í auglýsingafræði frá Michigan State University í Bandaríkjunum 1994, MSc í aðferðafræði félagsvísinda frá University of Edinburgh í Skotlandi 1997 og MBA-gráða frá Háskóla Íslands 2002. TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.