Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 106

Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 106
Fólk 106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Birna Rún Gísladóttir. „Útivist og hreyfing er nauðsyn. Eftir góða pásu í líkamsræktinni er ég að ná tökum á því að festa hana á ákveðna morgna fyrir vinnudaginn og verða þeir dagar einfaldlega betri en aðrir dagar.“ BIRNA RÚN GÍSLADÓTTIR sérfræðingur á markaðsssviði Arion banka Síðastliðnir mánuðir hafa meira og minna farið í að halda utan um nafnabreytingu bankans og þessa dagana er aðallega unnið við stefnumótun, aðgerðaráætlanir og skipulagningu á markaðs- og kynningarefni bankans,“ segir Birna Rún Gísladóttir, sem starfar sem sérfræðingur á markaðssviði Arion banka. Hún stýrir jafnframt framkvæmd markaðskannana og hefur umsjón með styrkjamálum bankans. „Það er gríðarlega breytt landslag í markaðs- málum bankanna, nú er aðaláherslan á að kynna þær lausnir sem viðskiptavinum bjóðast. Megináherslan er á ráðgjöf fremur en sölu, ólíkt því sem áður var. Starfsandinn í bankanum er góður og allt starfsumhverfi til fyrirmyndar. Það ríkir almennt kraftmikil jákvæðni og bjartsýni meðal starfsfólksins hjá Arion banka. Við erum staðráðin í að skara fram úr.“ Áður en Birna Rún hóf störf hjá Arion banka starfaði hún hjá Kaupþingi frá árinu 2003 og þar áður eða frá 1998 starfaði hún hjá Búnaðarbanka Íslands. „Mér hefur alla tíð fallið vel að starfa á þessum vettvangi og ég hef kynnst hér frábæru fólki í gegnum tíðina. Fyrir utan að sinna starfinu, fjölskyldunni og vinum gefst takmarkaður tími til félagsstarfa, en ég sit þó í stjórn Emblanna, sem er félagsskapur kvenna sem hafa útskrifast með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Markmið félagsins er að efla tengslanet kvenna með fræðslu og vettvangi til umræðna og með því nýtum við krafta þeirra öflugu kvenna sem útskrifast hafa með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.“ Birna Rún ólst upp í Árbænum, keppti í knattspyrnu með Fylkisstúlkum, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist úr viðskiptafræði með B.Sc gráðu frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún starfaði við verslunarstörf, sölumennsku og ýmislegt fleira jafnhliða náminu. Maki hennar er Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, framkvæmdastjóri miðborgarinnar og for- maður STEF. Þau luku saman MBAprófi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2006. Ári síðar fæddist þeim dóttirin Jarún Júlía sem er sannkallaður augasteinn foreldra sinna. Fjölskyldan á athvarf við Meðalfellsvatn í Kjós um 30 mínútur frá Reykjavík sem er mátulegur bíltúr fyrir annasamt fólk. „Þar er alltaf kærkomið að virða fyrir sér náttúrufegurðina, taka göngutúr í sælunni, fylla á orkuna og kíkja á kýrnar, kindurnar og hestana.“ Meðal áhugamála Birnu Rúnar frá unga aldri er skíðaíþróttin og stefnir hún að því að halda um páskana til Borghildar mágkonu sinnar á Akureyri og kenna dótturinni á skíði í Hlíðarfjallinu. „Útivist og hreyfing er nauðsyn. Eftir góða pásu í líkamsræktinni er ég að ná tökum á því að festa hana á ákveðna morgna fyrir vinnudaginn og verða þeir dagar einfaldlega betri en aðrir dagar. Í febrúar er svo ætlunin að skreppa til New York í nokkra daga enda er hún í miklu uppáhaldi. Ólíkt mörgum þá nærist ég á því að heimsækja borgina sem aldrei sefur.“ Nafn: Birna Rún Gísladóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 4. maí 1973 Foreldrar: Gísli Ágústsson og Sigurlaug Þórðardóttir Maki: Jakob Frímann Magnússon Börn: Jarún Júlía Jakobsdóttir Menntun: MBA og B.Sc í viðskiptafræðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.