Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 27

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 27
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 27 FORSÍÐUVIÐTAL • ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR læra fjármál, stjórnun, markaðsfræði o.s.frv. Seinna árið hafa nem- endur hins vegar algjört valfrelsi og geta því ákveðið að sérhæfa sig á ákveðnu sviði eða sviðum innan viðskiptafræðinnar. Margir leggja t.d. mikla áherslu á fög tengd fjármálum eða stjórnun. Harvard er þó einkum þekktur fyrir að kenna nemendum að verða góðir stjórnendur. Þó að kennsla í fjármálum og markaðsfræði sé góð, þá eru aðrir háskólar þekktari fyrir að veita framúrskarandi menntun á þeim sviðum. Námið er nánast einvörðungu byggt á raunhæfum verkefnum. Fyrir hvern tíma lesa nemendur raunhæft verkefni sem yfirleitt snýst um ákveðið fyrirtæki og tiltekin vandamál sem stjórnendur þess glíma við. Í tímanum leiðir síðan prófessorinn umræður milli nemenda þar sem mismunandi sjónarmið um hvernig taka eigi á vandamálunum eru rökrædd. Það eru yfirleitt 80 manns í hverjum tíma og því geta umræðurnar orðið mjög fjölbreyttar og líf- legar. Í öllum fögum eru 50% af einkunn byggð á þátttöku nemenda í umræðum. Það er því mjög mikilvægt fyrir nemendur að geta komið sjón- armiðum sínum á framfæri á skýran, skipulegan og sannfærandi hátt. Hugsunin er sú að þessir kennsluhættir séu til þess fallnir að þjálfa leiðtogahæfileika nemenda þar sem þeir læri að greina vandamál hratt, taka skýra afstöðu til vandamála og miðla þeirri afstöðu til annarra með ákveðnum hætti. Eins og svo margir aðrir háskólar í Bandaríkjunum, leggur Har- vard mikla áherslu á að aðstoða nemendur við að skipuleggja stafsferil sinn. Öflug ráðningarskrifstofa er rekin á vegum viðskiptaskólans þar sem nemendur geta fengið upplýsingar um mismunandi starfs- greinar og aðstoð við gerð á starfsferilsskrá og við undirbúning fyrir viðtöl. Áður en nemendur hefja nám við skólann eru þeir látnir taka svokallað „Myers Briggs“-persónuleikapróf. Niðurstöður úr því geta gefið hugmynd um hvers konar störf eru best við hæfi viðkomandi og eru sérfræðingar til staðar til að hjálpa nemendum við að túlka þessar niðurstöður. Síðan eru sérstök fög innan skólans sem nemendur geta valið og snúast einvörðungu um það að hjálpa nemendum að skipuleggja starfsferil sinn.“ McKINSEY Í LONDON Víkjum þá aftur að árunum í London hjá bandaríska ráðgjafarisanum McKinsey. Það er mikil ásókn í störf hjá þessu þekktasta ráðgjafafyrir- tæki í heimi. Frá skrifstofunni í London eru starfsmenn að vinna úti um allan heim. Áslaug vann víða um heim á vegum fyrirtækisins þótt hún byggi í London allan tímann. Hún vann t.d. í Arabaríkinu Quatar meira en fjóra mánuði samfellt. „Ég kom aðeins í þrjú skipti til London á þeim tíma sem ég vann í Quatar. En þegar ég vann innan Evrópu og nær London flaug ég á vinnustað á mánudagsmorgnum og aftur til London á fimmtudags- kvöldum. Ég vann síðan á föstudögum á skrifstofunni í London.“ McKinsey er með mjög alþjóðlega og athyglisverða starfsmanna- stefnu. Áslaug segir að hún hún felist í því að fyrirtækið birti á Net- inu lista yfir þau verkefni sem eru að hefjast á hverjum tíma víða um heim. „Starfsmenn geta sótt um að komast í verkefni þótt þeir þurfi að vinna frá annarri skrifstofu McKinsey en þeirri sem þeir eru almennt á. Þeir geta þannig valið verkefni sem þeim finnst áhuga- verð og gefa þeim færi á að öðlast reynslu á alþjóðlegum vettvangi. McKinsey er með þúsundir vel menntaðra einstaklinga í vinnu og leggur mikið upp úr því að þjálfa starfsmenn, fara reglulega yfir hvernig þeir standa sig og hjálpa þeim að bæta sig í starfi. Matskerfið sem McKinsey notar er mjög virkt og yfirmenn funda samviskulega með viðkomandi starfsmanni til að fara yfir matið á honum. Þetta verður líka til þess að ungt fólk getur gengið að því sem vísu að standi það sig vel skili það sér áfram til frekari metorða innan fyrirtækisins.“ Áslaug segir að mörg af stærstu fyrirtækjum Bret- lands og Bandaríkjanna séu með öflug framgangs- og matskerfi – líkt og McKinsey – og þessi kerfi stuðli óbeint að jafnrétti kynjanna varðandi framgang í stjórnunarstöður þótt kerfið sé ekki hugsað í sjálfu sér sem jafnréttistæki. „Í þessum matskerfum er lagt upp úr að mat á einstökum starfsmönnum mótist af því að þeir séu hæfir einstaklingar en ekki að þeir séu karlar eða konur. Þarna fá konur tækifæri og eygja möguleika á frekari frama. En þessi kerfi virka bara upp að vissu marki á frambrautinni – því ennþá er það þannig í Bretlandi sem og Bandaríkjunum að mun færri konur eru í æðstu stjórnunarstöðum en karlar.“ Um verkefnin innan McKinsey segir Áslaug að þau snúist almennt um „stóru myndina“ í fyrirtækjum – stóru ákvarðanirnar sem for- stjórar fyrirtækjanna láta sig varða.“ „McKinsey vinnur mest fyrir stórfyrirtæki og vinnan felst mjög oft í stefnumótun og skipulagi fyrirtækja. Hvernig er strúktúrinn? Hvernig er skipuritið innan fyrirtækisins? Hvernig skiptist það í deildir? Hvers konar strúktúr-breytingar þarf að gera á fyrirtækinu? Hvernig er verð- stefna þess, hátt verð eða lágt verð? Hvernig eru markaðsmál þess? Hvar eru bestu tækifærin? Í hvaða löndum eru helstu markaðarnir og bestu tækifærin til að vaxa? Hvernig er kúltúrinn innan fyrirtækisins? Hvernig er stjórnunarteymið samsett? Hvernig stendur forstjórinn sig? Hvaða ný svið henta fyrirtækinu að fara inn á? Hvernig er starfs- mannastefnan? Heldur fyrirtækið sig í því sem það kann best eða dreifir það kröftunum á nýjum og áhættusömum sviðum? Er fjármögnun fyr- irtækisins rétt skipt á milli gjaldeyrismarkaða? Áfram væri sjálfsagt hægt að telja. En þetta snýst allt um stóru myndina.“ - Þú vannst í Arabaríkinu Quatar meira en fjóra mánuði? Hvernig var að vera vestræn kona þar, t.d. varðandi siði í hegðun og klæðaburð á vinnustað og í samkvæmum? „Það var auðvitað margt mjög ólíkt því sem maður á að venjast í vestrænum löndum. Ég þurfti að passa mig mikið í klæðaburði og þurfti t.d. alltaf að vera í buxum eða skósíðu pylsi og síðerma skyrtu. Ég þurfti sem betur fer ekki að vera með slæðu til að hylja hárið eða andlitið en nánast allar konurnar sem eru búsettar í Quatar eru það. „Heppni og tilviljanir ráða oft úrslitum þótt fólk telji sig búið að kortleggja menntun sína, möguleika og markmið. “
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.