Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 62

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 F R A M B O Ð I Ð T I L Ö R Y G G I S R Á Ð S I N S - Ýmsir velta því stundum fyrir sér hvort þörf sé lengur á Sam- einuðu þjóðunum og hvort tími þeirra sé ekki liðinn, enda séu þau máttlaus þegar á reyni eins og hafi sýnt sig í Íraksstríð- inu. Hvernig svarar þú svona gagnrýni? „Ég tel mikla þörf á að hafa Sameinuðu þjóð- irnar áfram og sterkari. Hvað annað betra höfum við? Fyrir smá og meðalstór ríki geta SÞ skipt sköpum. Það má sjálfsagt alltaf deila um hversu skilvirkt alþjóðakerfið er. Horn- steinn þess er þó SÞ og sérstofnanir þeirra. En hvað annað betra hafa lítil og meðalstór ríki til að verja hagsmuni sína? Sameinuðu þjóð- irnar leggja áherslu á lög og rétt; að það gildi þjóðaréttur í samskiptum þjóða og að ríki hafi sinn rétt. Það hafa auðvitað verið víða vanda- mál og því miður hefur alþjóðasamfélagið í einstaka tilvikum verið allt of svifaseint, eins og gerðist í Rúanda með hörmulegum afleiðingum.“ - Loftslagsmál - gróðurhúsaáhrif - eru áberandi í alþjóðlegri umræðu. Eru þau ekki að verða einn stærsti málaflokkurinn innan SÞ? „Það hefur orðið bylting í viðhorfi fólks til umhverfismála á síð- ustu árum og þetta er óhemjustór málaflokkur innan Sameinuðu þjóðanna. Umhverfismálin koma auðvitað mjög víða við – og loftslagsbreytingar eru aðeins hluti af vandanum. Mengun almennt er mikið áhyggjuefni, hvort heldur er loftmengun (sbr. Kyoto- samkomulagið), mengun í sjó eða á jörðu. Umfjöllun um þennan málaflokk – umhverfismálin – er stöðugt að verða umfangsmeiri innan SÞ og mikilvægi sjálfbærrar þróunar að verða öllum ljós, þar á meðal hvað varðar fiskveiðar og endurnýjanlega orkugjafa, en þar er Ísland í fararbrodd. En það eru ótal önnur mál sem eru ofarlega á baugi. Ég nefni þar stóraukna friðargæslu, SÞ er nú með 18 friðargæslusveitir vítt og breitt um heiminn. Þetta er mikið og kostnaðarsamt starf og fer vaxandi. Við Íslendingar höfum tekið aukinn þátt í friðargæslu, t.d. á Balkanskaga og í Afganistan. Við leggjum þar og víðar okkar af mörkum. Þróunarsamvinna er og hefur verið umfangsmikill þáttur í starfseminni og þar höfum við Íslendingar lagt lóð á vogarskálarnar – komum mun meira við sögu en áður.“ - Þú varst endurkjörinn einn af fjórum varaforsetum í hinu umfangsmikla efnahags- og félagsmálaráði (ECOSOC) SÞ núna í janúar. Hvaða þýðingu hefur þetta varaforsetasæti haft fyrir okkur Íslendinga? „Þetta er ein af sex aðalstofnunum SÞ og undir hana heyra mörg stór mál, eins og þróunaraðstoð, mannréttindamál, efnahagsmál, jafnréttismál, umhverfismál, vinnumál og áfram mætti telja. Ég hef haft mikla ánægju af að gegna varaformennsku í ráðinu, þetta hefur verið mikil vinna – en mesta þýðingin fyrir okkur Íslendinga er sú að við höfum haft meiri áhrif í ráðinu en ella, auk þess sem sýnileiki okkar hefur verið meiri – sem vonandi kemur sér vel varðandi fram- boð okkar til öryggisráðsins. Ísland var kjörið í ECOSOC 2005-2007 og þar sitja 54 ríki. Áður hefur Ísland setið í ECOSOC 1985-87 og 1997-99.“ - Íslendingar hafa látið að sér kveða í hafréttarmálum á vettvangi SÞ. Er það á þeim vettvangi sem áhrif okkar hafa verið mest hjá stofnuninni? „Þar hafa áhrif Íslands verið mjög mikil. Það er erfitt að kveða upp úr um hvar áhrifa okkar hafi gætt mest í svona samstarfi. En haf- réttarmálin snerta efnahagslega afkomu okkar beint og við höfum þar bein áhrif með stöð- ugri eftirfylgni og baráttu. Ég held að á engan sé hallað þegar ég segi að Hans G. Andersen, sendiherra og raunar fastafulltrú Íslands hér um skeið, hafi á sínum tíma unnið þrekvirki í hafréttarmálum á vettvangi SÞ og haft meiri áhrif í þessum málaflokki en nokkur annar Íslendingur. En vissulega hafa margir aðrir lagt sín lóð á vogarskálina.“ - Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945 í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og voru hugsaðar m.a. sem friðarsamtök; að varðveita frið í heiminum og koma í veg fyrir stórátök. Það er varla hægt að segja að þetta markmið hafi tekist. „Það er auðvitað víða ófriðvænlegt í heiminum – og verður e.t.v. á meðan lífsgæðum er jafn misskipt og raun ber vitni. En ég fullyrði að án SÞ hefðu verið fleiri ófriðarblikur á lofti undanfarna áratugi og hver veit hversu miklu verra hefði getað gerst án samtakanna. SÞ hafa unnið gríðarlegt starf í öryggis- og afvopnunarmálum en þar er mikið starf óunnið ennþá. Það hefur vissulega ekki tekist að koma í veg fyrir átök í einstaka löndum, en heimsstyrjaldir hafa ekki verið háðar frá því að SÞ voru stofnaðar og merkir áfangar hafa náðst í mörgum málum. Staða Sameinuðu þjóðanna endurspeglar stöðu í heiminum hverju sinni og samtökin verða aldrei meira en það sem þátttökuríkin koma sér saman um að SÞ skuli vera,“ segir Hjálmar W. Hannesson sendiherra. „Fjárhagsáætlunin fyrir framboðið hljóðar upp á um 400 milljónir króna. Það er sá kostnaður sem fer í aðdragandann og eins við það að sitja í tvö ár í öryggisráðinu.“ Aðalritarar SÞ frá upphafi. Tveir fyrstu voru Norðmaðurinn Tryggve Lie (1946-52) og Svíinn Dag Hammarskjöld (1953-61). Kjör þeirra sýnir þá virðingu sem Norðurlöndin hafa notið innan SÞ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.