Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 81
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 81 A f hverju fá sumir oft kvef en aðrir ekki? Af hverju fær einn reyk-ingamaður lungnakrabbamein en annar ekki? Hvað er það sem ræður því að maður sem æfir reglulega, heldur sig í kjörþyngd og gætir vel að mataræðinu er með of hátt kólesteról í blóði á meðan nágranni hans, sem lifir á ruslfæði, er a.m.k. 30 kg of þungur og hreyfir sig helst út í bíl, er með kólesterolið innan eðlilegra marka? Allt það sem að ofan er talið og meira til er fólgið í starfrófi erfðaefnisins ATCG, sem raðast saman í gríðar- langar keðjur í frumum okkar. Erfðaefnið gengur í daglegu tali undir heitinu DNA (Deoxyribonucleic acid) og þekking á því fer stöðugt vaxandi. Talið er að um einn af hverjum tólf allra manna (tölur frá USA) fái einhvern tíma á ævinni sjaldgæfan sjúkdóm sem margir eru með erfðafræðilega orsök og stafa af breyttu geni eða genum. Gríðarleg áhersla hefur verið lögð á að finna sjúkdómsvaldandi breytingar í genum bæði eftir að viðkomandi hefur fengið erfðasjúkdóm og í sumum til- fellum áður en nokkur einkenni koma í ljós. Það að finna breytingu í geni merkir þó ekki að hægt sé að finna lækningu um leið en þegar ljóst er hvert hlutverk viðkomandi gens er í starfsemi líkamans er hægt að fara að leita leiða til að lækna hann. Fjölþátta sjúkdómar Til eru fjölmargir fjölþátta sjúkdóma þar sem áhrif erfða og umhverfis spila saman á flókinn hátt. Erfitt getur verið að ákvarða nákvæmlega hvað hefur áhrif og hvað ekki nema með stórum og dýrum rannsóknum sem taka fjölda ára. Sem dæmi mætti nefna vitneskjuna um að aukið kólesteról í blóði hafi áhrif á tilhneigingu til að fá hjartaáfall en sú þekking hefur verið til um margra ára skeið. Þó eru aðeins um áratugur síðan sýnt var fram á með stórum rannsóknum á óyggjandi hátt að hægt er að draga verulega úr áhættunni með því að halda kólesteróli í blóði niðri. DNA próf eru dýr og ekki gerð nema ástæða sé til. Þegar um er að ræða fjölþátta sjúkdóma þar sem nokkur gen eiga hlut að máli í samverkun við umhverfisþætti eða lífsstíl, er erfitt að fjármagna stóra rann- sókn með ef til vill þúsundum einstaklinga sem tæki mörg ár. Slík rannsókn myndi auk þess í mesta lagi geta sýnt fram á það að einstaklingurinn væri í aukinni hættu á að fá sjúkdóminn. Ekki væri hægt með áreiðanlegum hætti að segja til um hversu mikil sú áhætta væri eða nákvæmlega hvað viðkomandi getur gert til að draga úr áhætt- unni. Til þess þyrfti að gera aðrar svipaðar rannsóknir. Því er ljóst að það er langt og dýrt ferli að sýna fram á nytsemi erfðaprófa til að fyrirbyggja fjölþátta sjúkdóma. Lyfjaerfðafræði Þegar er farið að nota erfðafræði til þess að rannsaka hvernig lyf virka mismunandi á fólk eftir arfgerð. Ákveðnir erfðaþættir hafa áhrif bæði á það hvernig líkaminn meðhöndlar lyf, brýtur þau niður og skilar út og einnig hvort þau grípa inn í rétt ferli í líkamanum, þ.e. ferlið sem er brenglað hjá viðkomandi sjúklingi. Dæmi um þekkt lyf er t.d. verkjalyfið kódein. Nokkur prósent manna geta ekki nýtt sér kódein sem verkjalyf þar sem erfða- þættir, sem sjá eiga um að það umbreytist í líkamanum til að geta stillt verki, hafa skerta virkni. Framtíðin Væntanlega verður það svo að fólki verður boðið að prófa það fyrir breytileika sem áhrif getur haft á lyfjameðferð svo það fái lyf sem hentar hverjum og einum. Einnig verður sjónum hugsanlega beint í auknum mæli að erfðaþáttum sem hver fyrir sig hefur lítil áhrif en til samans og samverkandi við umhverfisþætti hafa þau áhrif að sjúkdómur kemur fram. Það mun þó ráðast af því hversu mikla peninga verður hægt að fá í slíkar rannsóknir en þær verða til þess að hægt yrði með markvissari hætti að ráðleggja um lífsstíl í samræmi við arfgerð. Talið er að um einn af hverjum tólf fái einhvern tíma á ævinni sjaldgæfan sjúkdóm. Af hverju fá sumir oft kvef en aðrir ekki? Af hverju fær einn reykingamaður lungnakrabbamein en annar ekki? ACGT-ATCG-GCTA Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi skrifar HEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.