Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 85
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 85
Veggspjaldið, sem gert var vegna
tónlistarhátíðarinnar Iceland
Airwaves, þótti bera af öðrum.
á að auka ferðalöngun Íslendinga, og erlendis
sé vakin athygli á því að Ísland sé áhugaverður
áfangastaður. „Skilaboðin eru að við séum flug-
félagið sem geti látið drauminn rætast. Fram-
setningin þarf að vera frumleg og aðlaðandi.“
Allt til Íslensku auglýsingastofunnar
Til skamms tíma var Icelandair í viðskiptum
við fjölda auglýsingastofa víða um heim en á
síðasta ári var mörkuð sú meginstefna að færa
viðskiptin að mestu leyti yfir til Íslensku auglýs-
ingastofunnar. Segir Gunnar að flestir þessara
aðila hafi verið að hanna auglýsingar sem voru
býsna áþekkar. „Engu að síður var framsetn-
ingin á vörumerkinu og þeim gildum sem
félagið stendur fyrir ekki samræmd. Því gátu
neytendur upplifað okkur á ýmsa vegu, það
er eftir því á hvaða markaði þeir hittu okkur.
Slíkt gengur ekki. Ástæða þess að við fórum
með auglýsingahönnunina til Íslands er einföld.
Við sáum eftir áralanga reynslu í samskiptum
við auglýsingastofur erlendis að íslenskt auglýs-
ingafólk stendur kollegum sínum erlendis síst
að baki, eins og Íslenska auglýsingastofan hefur
sannað með frábæru verki fyrir okkur.“
Síðustu ár hefur Icelandair unnið til marg-
víslegra viðurkenninga jafnt heima sem heiman
– og er þess skemmst að minnast að ÍMARK
valdi Icelandair sem markaðsfyrirtæki árs-
ins 2006. „Við höfum fengið gríðarlega góða
svörun við dagblaðaauglýsingum en ann-
ars má segja að við fáum góð viðbrögð við
öllum auglýsingum okkar
og útkoman er meðal ann-
ars sterkari ímynd félagsins,“
segir Gunnar. Hann bætir við
að Netið gegni æ mikilvægara
hlutverki í markaðsstarfi Ice-
landair. Nýr vefur félagsins þyki
notendavænn. Nú sé svo komið
að sala Icelandair í gegnum vef-
inn séu sjö milljarðar króna á ári
og fari vaxandi.
Gera sér ferð til Íslands
Plakat, sem hannað var fyrir tónleikahátíðina
Icelandair Airwaves, vann í flokki veggspjalda,
en það var hönnun starfsmanna Jónsson &
Le’macks. Hátíðin er haldin er í október ár
hvert og hefur rækilega fest sig í sessi, en Ice-
landair stendur að henni. Tónleikafyrirtækið Hr.
Örlygur sér um markaðssetningu og undirbún-
ing hér á landi en Icelandair um mál sem sinna
þarf erlendis.
„Helsti tilgangurinn með Airwaves er að fá
fólk til að gera sér ferð til Íslands, enda kemur
fólk ekki hingað nema hafa tilefni. Íslensk tónlist
hefur mikið aðdráttarafl rétt eins og Food and
Fun hátíðin sem við höfum haldið í 6 ár. Þessa
tvo atburði og raunar ýmsa fleiri höldum við
í markaðslegum tilgangi og hafa þeir ásamt
öðru styrkt og bætt ímynd Icelandair um allan
heim,“ segir Gunnar Már Sigfinnsson.
Heiti auglýsinga:
Góð hugmynd frá Íslandi / Leigubíll
Hugurinn ber þig aðeins hálfa leið
Peningar kaupa ekki hamingjuna / Hestur
Auglýsandi: Icelandair.
Framleiðandi: Íslenska auglýsingastofan
VEGGSPJÖLD
Heiti: Reykjavík
Auglýsandi: Iceland Airwaves
Framleiðandi: Jónsson & Le’macks
„Framsetningin þarf að
vera frumleg og aðlað-
andi,“ segir Gunnar
Már Sigfinnsson,
framkvæmdastjóra
sölu- og markaðssviðs
Icelandair.