Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 104

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 SUMARHÚS Sumarhús allt árið „Af einhverjum ástæðum er það svo að mikið af sumarhúsum og bújörðum hefur lent í sölu hjá mér í gegnum tíðina,“ segir Magnús Leopoldsson fasteignasali. „Ég hef fylgst með þeirri þróun síðustu tvo áratugina að fólk kaupir sumarhús og jarðir allt árið nú en í upphafi var það einkum á vorin sem salan átti sér stað. Það er auðvitað rólegra yfir háveturinn en þegar húsin eru orðin jafngóð og raun ber vitni, er ekkert mál fyrir fólk að fara hvenær sem er ársins og dvelja í þeim. Reyndar veit ég dæmi þess að fólk hefur búið í sumarbústöðum um skemmri eða lengri tíma á meðan það er að laga íbúðarhús- næði sitt og jafnvel þegar það er á milli íbúða enda orðið minnsta mál með betri samgöngum að fara á milli og jafnvel sækja vinnu í borgina.“ Þess verður þó að gæta að ekki er ætlast til að fólk búi alfarið í sumarbústöðum og þjónusta eins og að sækja börn í skóla á ekki við um þá. „Það hefur samt verið áhugavert að fylgjast með hvernig jaðarbyggðir, sem áður voru eingöngu sumarbústaðasvæði, t.d. í kring um Elliðavatn, eru nú orðnar að íbúðasvæðum og sú þróum á eftir að halda áfram.“ Nálægð við borgina ræður því svolítið hversu vinsæl svæði eru þó það sé ekki algilt. „Borgarfjörðurinn var mjög sterkur eftir að göngin komu,“ segir Magnús. „Það sem hefur breyst hins vegar er að nú er gríðarlega mikið framboð af lóðum um allt og því auðveldara fyrir fólk að fá stað við hæfi. Nokkur umræða hefur skapast um mismuninn á því að eiga bústað á eignarlóðum og á leigulóðum. Magnús segir viðhorf fólks nokkuð mismunandi eftir því hvort um er að ræða leiguland í eigu sveitarfélaga eða í einkaeign. „Að öllu jöfnu virðist fólk ekki setja fyrir sig að kaupa bústaði á leigulóðum í eigu sveitarfélaga, ekki frekar en hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem nær allar fast- eignir eru á leigulóðum,“ segir hann. Hins vegar er ljóst að fæstir vilja sætta sig við það lengur að eiga bústað og byggja upp í kring um hann og lenda síðan í óvissu þegar leigutíma lýkur. Þess vegna er það að flestir kjósa heldur að kaupa bústaði á eignarlóðum ef það er í boði. “ Magnús Leopoldsson fasteignasali. Leigulóð eða eignarlóð? Sumarbústaðir ganga kaupum og sölum eins og aðrar fasteignir. Eitt af því sem gæta þarf að þegar sumarbústaður er keyptur, er hvort hann stendur á eignarlóð eða leigulóð. Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar segir að upp hafi komið tilvik þar sem réttaróvissa ríkir um leigusamninga og fólk þarf að berjast fyrir framtíð sumarhúsa sinna. „Það er ákaflega mikilvægt að bæta úr þessu hið fyrsta,“ segir Einar. „Sumarbústaðir eru í auknum mæli að verða heilsárshús og í raun annað heimili fólks og það á ekki að þurfa að búa við réttaró- vissu með heimilið sitt. Væntanlega myndu fáir sætta sig við það að lóðin undir íbúðarhúsi þeirra væri háð slíkum takmörkunum. Auð- vitað er heppilegast að kaupa bústað sem er á eignarlóð eða a.m.k. tryggja að lóðasamningurinn sé öruggur og nægjanlega langur.“ Einar segir bústaði á leigulóðum síðri í sölu en þá sem eru á eign- arlóðum. „Auðvitað kemur fleira þarna inn í, s.s. staðsetning, land- gæði, nálægð við vatn eða golfvöll og svo framvegis. Einnig eru eldri svæði oft vinsæl þar sem þau eru gjarnan uppgrædd á meðan sum af nýrrri svæðinum eru ekkert nema gömul tún sem skipt hefur verið upp í lóðir.“ „Það er eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar sumarbú- staður er keyptur því þetta er fjárfesting upp á 15-40 milljónir og fólk vill fá ró og næði í sumarbústaðnum sínum en vill ekki þurfa að standa í stríði um bústaðinn,“ segir Einar að lokum. Einar Páll Kærnested fasteignasali.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.