Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 151
Svo mörg voru þau orð
„Streitustjórnun er hægt að nálgast frá tveimur sjónarhornum,
annars vegar út frá einstaklingnum og hins vegar út frá fyr-
irtækjum. Áherslan hefur verið á einstaklingsmiðaða nálgun
hér á landi. Fyrirtæki fá þá ráðgjafa til þess að hjálpa starfs-
mönnum að takast á við streitu. Kenndar eru aðferðir eins og
tímastjórnun, sem ætlað er að hjálpa starfsmanninum að ná
utan um starf sitt.“
Dr. Brynja Bragadóttir, mannauðsráðgjafi hjá ParX.
Morgunblaðið, 8. mars.
„Eina umtalsverða uppspretta innlends sparnaðar er lífeyr-
iskerfið. Þótt það muni mikið um það þá nær sá sparnaður
engan veginn að seðja nær óslökkvandi þörf landans fyrir lánsfé,
nánast hvað sem það kostar. Meðan það er raunin og landið
með sjálfstæðan gjaldmiðil með fljótandi gengi verða vextir í
krónum líklega alltaf háir í alþjóðlegum samanburði.“
Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands. Markaðurinn, 7. mars.
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 151
Birna Einarsdóttir er sælkeri mánaðarins.
Sælkeri mánaðarins
ALVÖRU CAESAR-SALAT
„Það kemur mér alltaf jafn
mikið á óvart þegar ég sé fínar
matreiðslubækur þar sem
Caesar-salat dressing er búin
til úr majonesi,“ segir Birna
Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
hjá Glitni. ,,Hér kemur uppskrift
að alvöru Caesar-salati sem
Hrafnhildur Pálsdóttir, vinkona
mín og „domestic godess“ í
Edinborg, kenndi mér að laga.
Þessi uppskrift getur verið for-
réttur fyrir 8 eða aðalréttur fyrir
4-5 manns. Salatið stendur
saman af réttu salatblöðunum
- romaine lettuce sem fást í
Hagkaup -, brauðteningum,
kjúklingabringum - má sleppa
en verður matarminna fyrir vikið
-, dressingunni og svo fullt af
rifnum parmesan-osti yfir.
Fyrst er að búa til brauðten-
ingana: 10 sneiðar af góðu
franskbrauði skornar í teninga
og velt upp úr blöndu af olífu-
olíu, ca. einum bolla, 3-4 rifnum
hvítlauksrifjum og slatta af
grófu salti. Þetta er sett í ofn
og bakað þar til teningarnir eru
passlega stökkir.
Kjúklingabringur eru steiktar
á pönnu, kryddaðar með salti
og pipar og settar í ofn í stutta
stund.
Á meðan er dressingin
útbúin. Eftirfarandi er sett í
„mixer“: 2 egg - alls ekki beint
úr ísskáp heldur við stofuhita
-, 2-3 msk. hvítvínsedik, 2x2
cm kubbur af parmason osti,
3-4 hvítlauksrif, góð sletta af
worcestershire sósu, 1 tsk.
af grófkornuðu sinnepi, 5-6
flök af niðursoðnum ansjósum
- hálf ógeðsleg kvikindi en gefa
frábært bragð - og örlítið salt
og pipar. Allt þetta er „mixað“
saman. Síðan er tveimur
bollum af olífuolíu hellt út í
í mjórri bunu og „mixerinn“
hafður á lágum hraða á meðan.
Úr þessu verður unaðsleg, þykk
dressing.
Þá er ekkert eftir nema að
setja þetta allt í stóra skál eða
á stóran disk. Fyrst eru salat-
blöðin rifin gróft og dressingunni
blandað vel saman við. Þá eru
brauðteningarnir settir ofan á og
kjúklingurinn skorinn í sneiðar
og settur yfir líka. Síðast er
rifnum parmesan osti stráð yfir.“
Hönnun:
ÁHRIF ELDSINS
Smoke – reykur – er réttnefni á þessum leðurstól sem fram-
leiddur er hjá hollenska fyrirtækinu Moooi. Hann er brenndur
og síðan er hann lakkaður með epoxy-lakki sem gefur honum
skemmtilega áferð. Engir tveir stólar eru eins.
Hollendingurinn Maarten Bass á heiðurinn af hönnuninni.
Hann útskrifaðist frá Design Academy í Eindhoven og var
„Smoke-stóllinn“ útskriftarverkefnið hans.
Hér á Fróni fást stólarnir í versluninni Saltfélaginu.