Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 151

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 151
Svo mörg voru þau orð „Streitustjórnun er hægt að nálgast frá tveimur sjónarhornum, annars vegar út frá einstaklingnum og hins vegar út frá fyr- irtækjum. Áherslan hefur verið á einstaklingsmiðaða nálgun hér á landi. Fyrirtæki fá þá ráðgjafa til þess að hjálpa starfs- mönnum að takast á við streitu. Kenndar eru aðferðir eins og tímastjórnun, sem ætlað er að hjálpa starfsmanninum að ná utan um starf sitt.“ Dr. Brynja Bragadóttir, mannauðsráðgjafi hjá ParX. Morgunblaðið, 8. mars. „Eina umtalsverða uppspretta innlends sparnaðar er lífeyr- iskerfið. Þótt það muni mikið um það þá nær sá sparnaður engan veginn að seðja nær óslökkvandi þörf landans fyrir lánsfé, nánast hvað sem það kostar. Meðan það er raunin og landið með sjálfstæðan gjaldmiðil með fljótandi gengi verða vextir í krónum líklega alltaf háir í alþjóðlegum samanburði.“ Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Markaðurinn, 7. mars. F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 151 Birna Einarsdóttir er sælkeri mánaðarins. Sælkeri mánaðarins ALVÖRU CAESAR-SALAT „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég sé fínar matreiðslubækur þar sem Caesar-salat dressing er búin til úr majonesi,“ segir Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Glitni. ,,Hér kemur uppskrift að alvöru Caesar-salati sem Hrafnhildur Pálsdóttir, vinkona mín og „domestic godess“ í Edinborg, kenndi mér að laga. Þessi uppskrift getur verið for- réttur fyrir 8 eða aðalréttur fyrir 4-5 manns. Salatið stendur saman af réttu salatblöðunum - romaine lettuce sem fást í Hagkaup -, brauðteningum, kjúklingabringum - má sleppa en verður matarminna fyrir vikið -, dressingunni og svo fullt af rifnum parmesan-osti yfir. Fyrst er að búa til brauðten- ingana: 10 sneiðar af góðu franskbrauði skornar í teninga og velt upp úr blöndu af olífu- olíu, ca. einum bolla, 3-4 rifnum hvítlauksrifjum og slatta af grófu salti. Þetta er sett í ofn og bakað þar til teningarnir eru passlega stökkir. Kjúklingabringur eru steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og settar í ofn í stutta stund. Á meðan er dressingin útbúin. Eftirfarandi er sett í „mixer“: 2 egg - alls ekki beint úr ísskáp heldur við stofuhita -, 2-3 msk. hvítvínsedik, 2x2 cm kubbur af parmason osti, 3-4 hvítlauksrif, góð sletta af worcestershire sósu, 1 tsk. af grófkornuðu sinnepi, 5-6 flök af niðursoðnum ansjósum - hálf ógeðsleg kvikindi en gefa frábært bragð - og örlítið salt og pipar. Allt þetta er „mixað“ saman. Síðan er tveimur bollum af olífuolíu hellt út í í mjórri bunu og „mixerinn“ hafður á lágum hraða á meðan. Úr þessu verður unaðsleg, þykk dressing. Þá er ekkert eftir nema að setja þetta allt í stóra skál eða á stóran disk. Fyrst eru salat- blöðin rifin gróft og dressingunni blandað vel saman við. Þá eru brauðteningarnir settir ofan á og kjúklingurinn skorinn í sneiðar og settur yfir líka. Síðast er rifnum parmesan osti stráð yfir.“ Hönnun: ÁHRIF ELDSINS Smoke – reykur – er réttnefni á þessum leðurstól sem fram- leiddur er hjá hollenska fyrirtækinu Moooi. Hann er brenndur og síðan er hann lakkaður með epoxy-lakki sem gefur honum skemmtilega áferð. Engir tveir stólar eru eins. Hollendingurinn Maarten Bass á heiðurinn af hönnuninni. Hann útskrifaðist frá Design Academy í Eindhoven og var „Smoke-stóllinn“ útskriftarverkefnið hans. Hér á Fróni fást stólarnir í versluninni Saltfélaginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.