Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 23
viðtalForsíðu
Skeljungur keypti færeyska Shell í vor. Hafa þau kaup gengið eftir
vonum?
„Skeljungur er eina félagið sem fær að nota Shell-vörumerkið án
þess að vera í eigu Shell eða rekið sem „franchising“. Shell óskaði
eftir að við kæmum að kaupunum þó að margir væru um hituna
og Skeljungur keypti svo færeyska Shell. Það fyrirtæki er með helm-
inginn af færeyska eldsneytismarkaðnum. Plastprent, fyrirtæki sem
Fons á stóran hlut ásamt fleirum, er svo að opna söluskrifstofu í
Færeyjum.“
Hverjar eru horfurnar hjá Northern Travel Holding?
„Það er mjög spennandi fyrirtæki. Iceland Express og Sterling eru í
eigu Northern Travel og halda bæði áfram að vaxa. Sterling flýgur
á hundrað áfangastaði og við trúum að fyrirtækið skili hagnaði á
þessu ári, held það sé engin oftrú að það verði. Það verður þá í fyrsta
skipti í fjölda ára sem það gerist – tapið var átta milljarðar króna fyrir
skömmu. Við slógum saman Mærsk og Sterling, ætli við höfum ekki
bjargað um þúsund störfum. Það heyrist ekki mikið nefnt í Dan-
mörku en við finnum velvild neytenda. Við stefnum að því að Sterl-
ing vaxi og verði áfram stærsta lággjaldaflugfélag á Norðurlöndum.
Ticket tilheyrir líka Northern Travel og er ein stærsta ferðasam-
steypa á Norðurlöndum. Ticket og Sterling eiga mikla framtíð
fyrir sér.“
Fons hefur nýlega keypt hlut til viðbótar í 365 – þú hefur þá
væntanlega trú á því fyrirtæki?
„Þetta var gott fyrirtæki fyrir þremur árum, þá voru gerð mistök,
nú eru komnir nýir stjórnendur og ég hef fulla trú á þeim.“
Hjá Baugi er framsækið fólk
Þú vinnur mikið með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugi,
hvernig kynntust þið Jón Ásgeir?
„Við höfum þekkst í tæp tuttugu ár. Þegar Bónus byrjaði
voru slagsmál milli Sölufélagsins og Bónuss – en ég hreifst
af þeim feðgum og vildi gjarnan vinna með þeim. Það sam-
starf stóð fram á minn síðasta dag hjá Sölufélaginu. Í stað
slagsmála kom samvinna og það var ein af mínum bestu
ákvörðunum.
Fons vinnur náið með Baugi og við höfum verið saman
í verkefnum hér. Það er gott að vinna með Baugi, þarna er
framsækið fólk sem hefur sýnt að það kann til verka. Ég
hef unnið náið með nýjum forstjóra fyrirtækisins, Gunnari
Sigurðssyni, og við þekkjumst vel. Þar sýndi Jón Ásgeir enn
einu sinni hversu framsýnn hann er. Gunnar er tiltölulega
ungur, þekkir Baug mjög vel og ég tel að það hafi verið hár-
rétt ákvörðun að fá hann til starfa einmitt á þessum tíma.“
Hvernig lýsirðu viðskiptamanninum og persónunni Jóni
Ásgeiri?
„Hann er eldklár, það stenst enginn honum snúning. Ef hann væri
skákmaður væri hann með mörg þúsund fleiri elo-stig en aðrir. Í við-
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 23
Við Íslendingar höfum almennt verið
heppnir með fjárfestingar okkar hér
– þó ég sé reyndar ekki viss um að
„heppni“ sé rétta orðið.