Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.07.2007, Qupperneq 36
D A G B Ó K I N 36 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Aflþynnuverksmiðjan mun skapa 90 ný störf í bænum og verða ferskur vindur í atvinnulífi Norðurlands þegar hún kemst í gagnið. Útflutningsverðmæti hennar verða 7 til 9 milljarðar króna á ári. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum dásömuðu verksmiðj- una þannig að umræðurnar snerust fljótlega um það hver væri munurinn á aflþynnu og áli. Hann er sá að aflþynnur eru rafhúðaðar álþynnur. 17. ágúst Vínbúðin í Austurstræti Vínbúðin í Austurstræti komst í frétt- irnar og er orðin frægasta vínbúð lands- ins eftir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagðist ekki gráta það þótt Vínbúð ÁTVR í Austurstræti færi. Það myndi laga ástandið í miðbænum því þessi búð veitti „ákaflega góða þjónustu“ með því að bjóða viðskiptavinum meðal annars upp á að kaupa kaldan bjór í stykkjatali. Fram kom að Vilhjálmur hefði skrifað ÁTVR bréf þar sem hann óskaði eftir því að dregið yrði úr þessari þjónustu og að kælirinn frægi yrði tekinn úr sambandi og hætt yrði að selja bjór í stykkjatali. Eftir þessi ummæli Vilhjálms borgarstjóra voru flestir á því að hann hefði auglýst búðina meira en nokkur annar. Altént er vínbúðin í Austurstræti núna þekktasta vínbúð ÁTVR. 26. ágúst Metveiði í Eystri- Rangá Laxveiði tók mikinn kipp í öllum helstu ám landsins fyrstu vik- una í ágúst eftir frekar erfitt sumar lengst af. Þannig veidd- ust 1.300 laxar þessa viku í Rangánum. Sextán stangir eru leyfðar í báðum Rangánum sem er talsvert meira en þekkist í flestum öðrum ám. Það stefnir í metveiði í Rangánum þetta sumarið. Eystri-Rangá ber höfuð og herðar yfir aðrar ár í afla. Sagt var frá því í Morgunblaðinu að 22. ágúst hefðu 3.679 laxar veiðst í ánni en á sama tíma í fyrra voru þeir 1.620. Það er hvorki meira né minna en tvöfalt meiri veiði. Nú um miðjan sept- ember er veiðin í ánni komin yfir 5.000 laxa. Ytri-Rangá og Hólsá voru samkvæmt sömu frétt í öðru sæti með 2.343 laxa 22. ágúst en það var heldur minna en á sama tíma í fyrra þegar þennan dag höfðu veiðst 2.583 laxar þennan dag. Þverá og Kjarrá í Borgarfirði voru saman í þriðja sæti þennan dag með 1.517 laxa sem var minna en í fyrrasumar þegar á þessum degi höfðu veiðst 1.851 lax. 16. ágúst „Fengu í magann“ í rússíbanaferð hlutabréfa Ekkert efni fékk eins mikla umræðu í viðskiptalífinu fyrstu vikurnar í ágúst en lækkun hlutabréfavísitalna víða um heim. Eigendur hlutabréfa „fengu í magann“ þegar rússí- banaferðin hófst með dágóðri niðursveiflu. Svo var einnig á Íslandi – en úrvalsvísitalan komst í hæstu hæðir 18. júlí og hafði þá klifrað mjög skarpt frá því um miðjan júní. En svo kom niðurferðin og „maginn fór verulega af stað“ þannig að í lok fimmtudagsins 16. ágúst var byrjað að fara um flesta en þá hafði úrvals- vísitalan lækkað um 15,8% á tæpum mánuði: Farið úr 9.016 stigum hinn 18. júlí og niður í 7.571 stig við lok viðskipta 16. ágúst. Síðan klifraði hún aftur upp og hefur verið í kringum 7.800 – 8.300 stig að undanförnu. Það er athyglisvert hvað mikill taugatitringur varð úti um allan heim vegna rússíban- aferðar hlutabréfanna að þessu sinni. Öllum finnst mjög eðlilegt að sitja í vagninum og klifra stöðugt upp – en eru mjög fljótir að draga þá ályktun að allt sé að fara til fjandans þegar vagn- inn brunar niður. Fyrir rúmu ári var úrvals- vísitalan 6.100 stig og allir hoppuðu hæð sína yfir því að hún hefði náð fyrri styrkleika eftir dýfu um vorið í kjölfar umræðna erlendra banka og matsfyrirtækja um að íslenska bankakerfið væri ekki eins sterkt og af væri látið. Um áramótin töldu flestir það mjög gott ef úrvals- vísitalan myndi enda í kringum 8 þúsund stigin í lok ársins. Greiningardeildirnar settu meira að segja spurninga- merki við þessar spár sínar. Úrvalsvísitalan var hins vegar búin að klífa 8 þúsund stiga múrinn um miðjan maí. Þrátt fyrir það fannst öllum spilurum á markaðnum að það væri mjög eðilegt þegar hún klifraði mjög hratt upp í 9 þús- und stig um miðjan júlí. Það er athyglisvert að lækkun hlutabréfa um allan heim fyrstu vikurnar í ágúst var vegna húsnæðislánavanda í Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Lax, lax, lax. Hann var í tökustuði í ágúst. Upp og niður – og upp aftur – og aftur niður. Rússíbanaferð úrvalsvísitölunnar í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.