Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 41
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 41
skiptavinir eiga í hlut eins og RÚV, 365 miðlar, Þjóðleik-
húsið, Borgarleikhúsið, Saga Film, Sýrland, Morgunblaðið
og Fjölmiðlavaktin.
Pfaff býður upp á allar stærðir af hljóðkerfum frá d&b,
Tannoy, Mackie og Yamaha og fleirum, til notkunar í litlum
fundarherbergjum upp í stærstu tónleikahallir. Til viðbótar
hljóðkerfum er Pfaff með þráðlausa hljóðnema frá Senn-
heiser sem þykja þeir bestu í dag enda státar Sennheiser af
því að sjá um hljóðnemalausnir í stærstu útsendingum í
heiminum ár eftir ár s.s. Eurovision. Þessar þráðlausu lausnir
þykja einnig frábærar í fundarsölum, kennslustofum og
heilsuræktarstöðvum. Til að kóróna heildarlausnir fyrir fyr-
irtæki býður Pfaff auk þess upp á gott úrval af skjávörpum og
sýningatjöldum.
Það nýjasta er byltingarkennt höfuðtól;
BW 900 Bluetooth, sem sameinar
í einu setti höfuðtól fyrir borðsíma
og GSM og gefur allt upp í
100 metra drægni.
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri
Pfaff, ásamt starfsmönnum síma- og hljóð-
deildar. Yfir 120 ára samanlögð reynsla.
símabúnaður hljóð raftæki saumavélar borgarljós