Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 45
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 45
Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans og Skipta
hf. er stjórnarformaður Skjásins – miðla ehf.
Velta Skjásins er ekki gefin upp.
365 miðlar ehf.
Dagsbrún hf. var skipt upp á síðasta ári í 365 hf. og
Teymi hf. Í ársbyrjun 2007 var sú breyting gerð á
prentútgáfu 365 hf. að útgáfuréttur DV var seldur
og var útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla, að
Fréttablaðinu undanskildu, flutt annað, í fyrstu með
aðild 365. Voru fimm tímarit seld eða flutt til og þá
var útsendingum NFS hætt.
Helstu eigendur 365 hf. eru samkvæmt Kauphöll
Íslands, 30. ágúst sl., Baugur Group hf., 26,77%,
LI-Hedge, 14,12%, Arion safnreikningur, 13,27%,
Milestone ehf., 10,54%, Runnur ehf., 10,38%, FL
GROUP hf., 5,90%, Fons hf., 4,22%, og 365 hf.,
3,05%.
Kjarnastarfsemi 365 hf. er rekin í tveimur dótt-
urfélögum, sem 365 hf. á bæði að fullu, annað er
365 miðlar ehf., og hitt er Sena ehf., sem innifelur
afþreyingarhlutann. 365 miðlar ehf. er stærsta fjöl-
miðlafyrirtæki landsins og gefur út Fréttablaðið, en
með því er viðskiptablaðinu Markaðinum dreift,
sem og Sirkus. Einnig rekur það frétta- og upplýs-
ingavefinn www.visir.is.
Sjónvarpsstöðvar 365 miðla eru sex, þær eru:
Stöð 2, Sýn, Stöð2 Bíó, Sirkus, PoppTíví og Sýn
2 og útvarpsstöðvarnar eru Bylgjan, FM 957, X-
ið, Létt Bylgjan, Útvarp Latibær, Gull Bylgjan og
vefútvarpið Ný Bylgjan. Einnig rekur 365 www.
reykjavik.is, upplýsingavef á ensku fyrir ferðamenn
og endurvarpar einnig fjölda erlendra sjónvarps-
stöðva um Digital Ísland, stafrænt kerfi Vodafone.
Stjórnarformaður 365 hf. og 365 miðla ehf. er
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Áætluð velta 365 hf. á árinu er um 9 milljarðar
króna í miðlahluta starfseminnar.
Heimur hf.
Útgáfufélagið Heimur hf. var stofnað fyrir sjö
árum og tók þá við útgáfu allra blaða sem móð-
urfélagið Talnakönnun hf. hafði gefið út áður.
Heimur er 100% í eigu Talnakönnunar og eigendur
Talnakönnunar eru Vigdís Jónsdóttir og Benedikt
Jóhannesson 75%, Vigfús Ásgeirsson 12% og aðrir
smærri hluthafar eru með samtals 13%.
Helstu útgáfur Heims hf. eru Frjáls verslun, Vís-
bending, Iceland Review, Atlantica, Veiðimaðurinn,
What’s on, Ský og Issues and Images, en auk þess
eru gefin út fjölmörg rit fyrir innlenda og erlenda
ferðamenn, til dæmis Áning og Á ferð um Ísland
og Iceland Trade Report. Heimur hf. heldur líka úti
vefsvæðunum www.heimur.is, www.tolvuheimur.is,
www.icelandreview.com, www.whatson.is og www.
icelandexport.is.
Velta Heims er áætluð um 300 milljónir á þessu
ári. Stjórnarformaður Útgáfufélagsins Heims hf. er
Sigurður Jóhannesson.
F J Ö L M I Ð L A R
365 hf., DV
og BIRTÍNGUR
Feðgarnir Jóhannes
Jónsson og Jón Ásgeir
Jóhannesson. Fjölmiðlaveldi
þeirra er 365 hf. og útgáfu-
félögin DV og Birtíngur.