Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 49
Gríðarlegur áhorfendafjöldi safnaðist
saman á afmælistónleikum Kaupþings á
Laugardalsvelli.
náð góðum árangri með þátttöku sinni í
Reykjavíkurmaraþoninu á Menningarnótt,
þar sem starfsfólk bankans fær tækifæri til
þess að styrkja gott málefni með því að
hlaupa. Þar hefur forstjórinn tekið þátt í
hlaupinu með starfsfólkinu og með almenn-
ingi, en það er lykilatriði í þessu sambandi að
halda sambandi við fólkið sjálft.“
Aðrir sem rætt var við um aukið umfang
í veisluhöldum fyrirtækja vildu ekki láta
nafns síns getið, en á það hefur til að mynda
verið bent að bankinn Kaupþing hafi alls
ekki átt afmæli í liðnum mánuði, heldur
verðbréfafyrirtækið Kaupþing, sem stofnað
var árið 1982. Afmælistónleikana bar upp
á sömu helgi og Menningarnótt er haldin
í Reykjavík, en Landsbankinn er bakhjarl
Menningarnætur og efndi meðal annars til
stórtónleika í samstarfi við Reykjavíkurborg
og Rás 2 og þá fer Reykjavíkurmaraþon
Glitnis fram sama dag.
Yfirkeyrsla
Einn viðmælandi Frjálsrar verslunar sagði til
dæmis, að metingurinn á milli einstaklinga
og fyrirtækja sem mest fé hafa á milli hand-
anna væri farinn að ganga fram af fólki, og
voru fleiri því sammála, að samhengi gæti
verið á milli stórtónleikanna á Laugardals-
velli og stórafmæla efnamanna sem hafa verið
nokkuð í umræðunni manna á meðal.
„Eiginlega má segja að áramótaveisla
Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaupþings
Singer & Friedlander, þar sem hann söng
með Tom Jones hafi hrundið þessu ferli af
stað. Síðan söng Elton John í afmæli hjá
Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa,
og 50 Cent í afmæli Björgólfs Thors athafna-
manns og þótt stórtónleikar Kaupþings hafi
að mörgu leyti verið mjög flottir datt botninn
úr þessari þróun á þeim tímapunkti.
Fyrirtækin sem geta haldið í við svona
umfang eru ekki mörg, kannski fimm í mesta
lagi, og ég tel að þessar breytingar hafi óbein
en alvarleg áhrif á gamalgróin íslensk vel
rekin og traust fyrirtæki, sem geta alls ekki
leikið svona kúnstir eftir. Fyrirtæki á fjár-
málamarkaði draga vagninn og ef enginn
getur eða vill gefa eftir er hætta á þetta fram-
ferði verði að vítahring. Við höfum gleymt
því að ganga hægt um gleðinnar dyr og að
mínu mati er engin framtíð í þessu, yfir-
keyrslan er svo mikil.“
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 49