Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 50

Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 50
KYNNING50 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 I nnovit er sjálfstætt starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sem stofnað var í janúar 2007. Hjá Innovit er lögð höfuðáhersla á að byggja upp opinn og skapandi vettvang fyrir ungt, hugmyndaríkt og vel menntað fólk og skapa því góða og hvetjandi umgjörð til að öðlast reynslu og ná árangri á sínu sviði. Nýsköpun, stofnun fyrirtækja og hagnýting rannsókna eru forsendur áframhaldandi velgengni, endurnýjunar og útrás íslenskra fyrirtækja. Með starfsemi Innovit er lagður grunnur að stuðningi við unga frumkvöðla með góðri umgjörð og margvíslegri þjónustu. Framkvæmdastjóri Innovit og einn stofnenda er Andri Heiðar Kristinsson: „Frumkvöðlar á Íslandi eru margir og áberandi, en það er nú svo að hlutfall háskólamenntaðra manna í þessum hópi er mjög lágt ef við miðum við Bandaríkin, Bretland og Norðurlönd þar sem mun fleiri þekkingar- og hátæknifyrirtæki eru stofnuð. Sú staðreynd var meðal annars til þess að við stofnuðum Innovit, að auka hlutfall háskólamenntaðs fólks í frumkvöðlastarfsemi.“ Fjórþætt starfsemi Andri Heiðar segir starfsemina fjórþætta. „Í fyrsta lagi bjóðum við skrifstofuaðstöðu fyrir sprotafyrirtæki þar sem slík fyrirtæki geta sótt um að fá inni hjá okkur. Þessa þjónustu veitum við ókeypis í tiltölulega stuttan tíma til að hjálpa mönnum yfir erfiðasta hjallann og taka fyrstu skrefin. Fræðsla, ráðgjöf og námskeið er annar þátturinn. Við ætlum okkur að vera opin út á við, fara í skólana, halda fyrirlestra og koma á námskeiðum og vera þegar á heildina er litið mjög sýnileg í þjóðfélag- inu. Það hefur vantað í íslenska menntaumhverfið að kynna betur hvernig á að stofna fyrirtæki og hver tækifærin eru. Þriðji þátturinn er sumarvinna við nýsköpun. Þetta er svið þar sem við ætlum að efla tengsl háskólanna við atvinnulífið og koma kraftmiklum nemendum á framfæri og kveikja neistann hjá nem- endum á yngri námsstigum. Við ráðum inn til okkar fólk í sumar- störf til að vinna að gerð viðskiptaáætlana eða vinna að afmörkuðum spennandi nýsköpunarverkefnum í tengslum við fyrirtæki. Fjórði þátturinn, sem við erum mjög stolt af og munum kynna betur í haust, er Frumkvöðlakeppni fyrir háskólanemendur sem verður haldin í vetur. Fyrirmyndin er fengin hjá MIT háskólanum í Bandaríkjunum og við lögum hana að íslenskum aðstæðum. Mun- urinn á frumkvöðlakeppninni okkar og öðrum keppnum er að í stað þess að skila inn einni tillögu með ákveðnum lokafresti er um þriggja mánaða ferli að ræða þar sem byrjað er að skila inn hugmynd á einum til tveimur blaðsíðum, síðan fá keppendur til baka athugasemdir og Innovit: Stuðningur við háskóla- menntaða frumkvöðla Andri Heiðar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Innovit ásamt verkefnisstjórunum Magnúsi Má Einarssyni og Stefaníu Sigurðardóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.