Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Side 52

Frjáls verslun - 01.07.2007, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 G unnar Örn Kristjánsson var forstjóri SÍF í tæp ellefu ár og stýrði fyrirtækinu í gegnum flókið samein- ingarferli. Þegar hann var ákærður fyrir vanrækslu í starfi sem endurskoðandi ákvað hann að hætta hjá fyrirtækinu. Við tóku erfið málaferli sem stóðu í fjögur ár en lauk með því að Gunnar Örn var sýkn- aður að fullu. Málinu er þó ekki enn lokið að öllu leytinu til. Nýlega settist Gunnar Örn í forstjórastól hjá Bræðrunum Ormsson en hann er annar aðaleigenda fyrirtækisins. Frjáls verslun heimsótti Gunnar Örn á skrifstofu hans í Síðumúla og spjallaði við hann um mála- ferlin og nýja tíma. Þú keyptir ásamt fleirum Bræðurna Ormsson fyrir þremur árum. Hvað kemur til að þú ákveður á þessum tímapunkti að setjast í stól forstjórans? „Andrés B. Sigurðsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins síðan 1993, tók þá ákvörðun fyrir töluvert löngu að hann myndi láta af störfum þegar hann næði sextugsaldri. Og við Sigurður Sigfússon, sem eigum félagið til helminga, ákváðum í sameiningu að einfaldast væri að ég tæki við daglegum í rekstri í stað þess að leita að nýjum manni í framkvæmdastjórastöðuna.“ Munu nýjar áherslur fylgja nýjum forstjóra? „Ég vona að minnsta kosti að menn taki eftir þeim breytingum sem hafa orðið á Bræðrunum Ormsson síðan við keyptum félagið fyrir þremur árum. Þá var það í mjög víðtækum rekstri og óskyldum. Verslaði með allt frá léttvíni yfir í snjósleða. Í dag hefur reksturinn verið einfaldaður og meginstoðir fyrirtækisins eru fjórar. Svokölluð brún vara eða sjónvörp og raftæki, svokölluð hvít vara eða heim- ilistæki, Fuji Electric túrbínur fyrir raforkuver og HTH innréttingar sem við seljum bæði verktakaiðnaðinum og einstaklingum. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar erum við að velta meiru núna en þegar við tókum við félaginu.“ Gunnar Örn Kristjánsson var forstjóri SÍF í tæp ellefu ár og einn atkvæðamesti maður viðskiptalífsins. Hann ákvað að hætta hjá fyrirtækinu þegar hann var ákærður fyrir van- rækslu sem endurskoðandi tryggingasjóðs lækna. Málið fór fyrir Hæstarétt og þar hefur hann verið sýknaður að fullu. Hann er núna sestur í stól forstjóra Bræðranna Ormsson ehf. – en hann er annar tveggja eigenda þess fyrirtækis. Gunnar Örn Kristjánsson: Í FORSTJÓRA- STÓL Á NÝ TEXTI: HULDAR BREIÐFJÖRÐ MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.