Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 55
sem hafði sig sem mest í frammi við upphaf
málsins. Þá tók þessi sami aðili að sér setu
í stjórn Icelandic Group, áður Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, fyrir hönd SÍF á sama tíma
og ég hafði starfsskyldur við SÍF. Þessi sami
aðili tók líka sæti í stjórn Alfesca á þeim tíma
sem málinu var ekki lokið og Alfesca enn þá
að greiða mér laun. Þetta er auðvitað siðblinda
á háu stigi og ljóst að þessir tveir endurskoð-
endur hafa ekki haft í huga það grundvall-
aratriði er lýtur að endurskoðunarstörfum
almennt, þ.e. krafan um óhæði.
Það kom skýrt fram í dómi Hæstaréttar að
til þess að hægt verði að leggja mat á vinnu
mína þá hefði þurft að rannsaka þær falsanir
sem framkvæmdastjóri tryggingarsjóðsins við-
hafði, það var aldrei gert, né hann ákærður
fyrir það.“
Í kjölfar ákærunnar þurftirðu að víkja sem
forstjóri hjá SÍF. Kom það fyrst og fremst til
af ákærunni eða spilaði þar eitthvað annað
inn í?
„Þegar ég var búinn að fara í fyrstu skýrslutök-
una fann ég að þessir menn voru þegar búnir
að ákveða að þeir ætluðu að ákæra mig. Það
var alveg sama hvaða gögn við lögðum fram og
sýndum þeim varðandi þetta mál, þau hentuðu
ekki inn í þá mynd sem þeir voru þegar búnir
að setja upp áður en ég kom til skýrslutöku og
T R Y G G V I Þ Ó R H E R B E R T S S O N Í N Æ R M Y N D
Nafn: Gunnar Örn Kristjánsson
Starf: Forstjóri Bræðranna Ormsson ehf.
Maki: Birna Haffjörð Rafnsdóttir.
Börn: Kristján Rafn Gunnarsson,
Auðunn Örn Gunnarsson, Andri
Björn Gunnarsson og Tinna Björk
Gunnarsdóttir.
Menntun: Viðskiptafræðingur og lög-
giltur endurskoðandi.
Ferill: Rak endurskoðunarskrifstofu í tíu
ár, forstjóri SÍF í tæp ellefu ár, aðaleig-
andi og forstjóri Bræðranna Ormsson
ehf., auk ýmissa annarra fjárfestinga.
„Íslenska krónan er svo lítil að spákaupmenn geta auðveldlega ráðist á hana og
einfaldlega rústað henni án þess að við komum nokkrum vörnum við.“