Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 56

Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 því slegin út af borðinu. Ég er reyndar með staðfest gögn um það. Ég ætlaði ekki að sitja í forstjórastóli fyrirtækis sem er skráð á verð- bréfamarkaði með ákæru á mér. Því tók ég þá ákvörðun sjálfur að ég yrði að víkja.“ Í desember síðastliðnum varstu svo sýknaður af öllum þessum ákærum. Hvernig var þér innanbrjósts þegar sá dómur var kveð- inn upp?Bæði feginn og bitur? „Ríkissaksóknari sendi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann krafðist þess að hætt yrði við málið því að að búið væri að brjóta á mér gagnvart mannréttindasáttmálanum og 17. grein stjórn- arskrárinnar. Auðvitað var það mikill léttir þegar málinu lauk að þessu leytinu til, ekki síst fyrir fjölskyldu mína. Nú hef ég hins vegar stefnt bæði fjármálaráðherra og dómsmálaráherra. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að þeir sem fara með ákæruvaldið verði að vera með- vitaðir um að það er grafalvarlegur hlutur að gefa út ákæru. Þegar það er unnið með þeim hætti sem ég tel að hafi verið gert í mínu máli þá þarf einhver að axla ábyrgðina. Því miður sýnist mér þau vinnubrögð ekki vera einsdæmi.“ Hvar er málið statt, hvenær má búast við niðurstöðu og hvað er það sem þú ferð raunverulega fram á? „Ríkislögmaður hefur frest til 6. september til að skila greinargerð í málinu og það verður væntanlega flutt í október eða nóvember. Ég fer fram á bæði miskabætur og skaðabætur. Allan þann tíma sem ég var ákærður gat ég ekki tekið að mér nein störf sem löggiltur endurskoðandi. Mér datt heldur ekki í hug að taka að mér fram- kvæmdastjórastöðu hjá Bræðrunum Ormsson með ákæru á mér. Ég hafði enga möguleika á að sækja um störf áþekk þeim sem ég hafði unnið áður og hæfa minni menntun.“ Mikið umrót hefur verið á hlutabréfamörkuðum undanfarnar vikur – en engu að síður blasir það við að verð á hlutabréfum um allan heim hefur hækkað mikið og þar með verð á fyrirtækjum. Eru fyr- irtæki hugsanlega allt of hátt verðlögð? „Ef horft er á félög hér á landi er það mjög misjafnt. Dæmi eru um allt of dýr fyrirtæki en svo eru önnur á góðu verði. Þetta snýst fyrst og fremst um hvaða tækifæri menn sjá þegar þeir kaupa fyrirtæki, ekki bara um ebituna. Erlendis er verð á félögum líka mjög misjafnt. Aðgengi að fjármagni er vissulega greiðara og það ýtir kannski undir hærra verð. En ég held að félög séu ekki frekar ofmetin í dag en áður fyrr.“ Hvað finnst þér um að Íslendingar taki upp evru sem gjaldmiðil? „Ég sagði í sjónvarpsviðtali 1999 að ég sæi fyrir mér að Íslendingar tækju upp evruna innan tíu ára. Undir minni stjórn var SÍF fyrsta skráða félagið á Íslandi sem tók upp evru sem uppgjörsmynt. Í dag erum við að sjá fleiri og fleiri félög gera þetta. Ég er enn þeirrar skoð- unar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og myntbandalagið og taka upp evruna. Einfaldlega vegna þess að evran er langstærsti viðskiptagjaldmiðill landsins. Evra sem gjaldmiðill okkar myndi draga verulega úr sveiflum í íslensku viðskiptaumhverfi. Íslenska krónan er svo lítil að spákaupmenn geta auðveldlega ráðist á hana og einfaldlega rústað henni án þess að við komum nokkrum vörnum við. Í ljósi þessarar miklu útrásar íslenskra fjármálafyrirtækja væri miklu vænlegra fyrir alla að evran yrði tekin upp. Það myndi lækka vaxtastigið og það eru bestu kjarabætur sem fólkið og fyrirtækin geta fengið.“ Hvernig líst þér á framtíð íslensk viðskiptalífs – eru tækifærin í útrásinni búin? „Mér sýnist bara mjög bjart framundan. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim mönnum sem hafa farið fyrir íslensku útrásinni und- anfarin ár. Þeir hafa staðið sig gríðarlega vel. Bankarnir hafa stórgrætt peninga og það er einfaldlega vegna þess að stjórnendur þeirra hafa stýrt þeim af miklum myndarskap. Það er fjöldinn allur af tækifærum framundan og við eigum eftir að sjá mikla uppbygg- ingu áfram.“ G U N N A R Ö R N K R I S T J Á N S S O N „Sameining SÍF og Íslenskra sjávarafurða á sínum tíma var ekki auðveld. SÍF var með 71% hlut á móti 29% hlut Íslenskra sjávarafurða. Hluti af starfsemi beggja fyrirtækja átti í erfiðleikum og það fór mikil vinna og orka í að koma fyrirtækjunum saman.“ „Ímynd Bræðranna Ormsson hefur verið byggð upp á mörgum áratugum og við finnum að hún er mjög þekkt á meðal fólks fyrir gæðavörur og góða þjónustu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.