Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.07.2007, Qupperneq 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Árið 1986 fór Tryggvi að vinna sem klipp- ari hjá Stöð 2 tveimur vikum eftir að hún fór í loftið. „Þar vann ég til ársloka 1989 og sagði upp störfum á gamlársdag alveg eins og Jón Óttar þrátt fyrir að þar væru engin tengsl á milli. Ég var kominn með fjölskyldu og orðinn leiður á slarkinu og innritaði mig í iðnrekstrarfræði í Tækniskólanum,“ sagði Tryggvi. Fjölskylduhagir Tryggvi er tvígiftur og á tvö börn og tvö fósturbörn. Fyrri kona hans heitir Kristjana Blöndal og með henni á hann 17 ára son sem heitir Halldór Reynir. Hann kynntist seinni konu sinni, Sigurveigu Maríu Ingvadóttur leikskólakennara, árið 1994 og eiga þau 10 ára dóttur sem heitir Anna Ragnheiður. Sigurveig á tvö börn fyrir, Mist 19 ára og Veigar 14 ára. Doktor í hagfræði Að loknu námi við Tækniskólann lá leiðin í hagfræði við Háskóla Íslands. Tryggvi útskrif- ast með mastersgráðu í hagfræði árið 1994 eftir tveggja ára nám með vinnu á Hag- fræðistofnun. Í framhaldi af því bætti hann við sig doktorsgráðu við háskólann í Árósum á tæpum þremur árum. Meðan á því námi stóð starfaði hann sem lektor, síðan dósent og að lokum prófessor við Háskóla Íslands, auk þess sem hann var forstöðumaður Hag- fræðistofnunar HÍ 1995-2006. Doktorsrit- gerð Tryggva fjallar um rætur hagvaxtar og hvernig hagstjórn hefur áhrif á hann. „Áhugi minn á hagfræði á sér rætur í því að ég vann mikið við fréttir á Stöð 2 og fékk brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum. Hagfræðiáhuginn óx eftir einhverjum óút- Guðmundur Árnason: Alltaf í hringiðunni Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu, segist eiga erfitt með að tímasetja nákvæmlega hvenær hann kynntist Tryggva fyrst. „Við erum aldir upp hvor í sínum firðinum fyrir austan, hann á Norðfirði og ég á Eskifirði, hinum megin við Oddskarðið, og mér eiginlega finnst að ég hafi þekkt hann frá fornu fari þó að ég kynntist honum ekki almennilega fyrr en við vorum báðir fluttir til Reykjavíkur. Það skemmtilega við Tryggva er að hann hefur alltaf verið í hringiðunni þar sem hlutirnir hafa verið að gerast á hverjum tíma. Á unglings- árunum fyrir austan var Tryggvi fremstur meðal jafningja hvað almennan töffaraskap varð- aði, hann hafði sig í frammi og var áberandi. Þegar pönkið var við lýði var Tryggvi í ekta svörtum leðurjakka en síðar með þroska og breyttum hugð- arefnum fylgdi ábyrgari og mildilegri ásýnd. Hann dreif sig í nám og lauk doktors- prófi í hagfræði. Það er alveg rökrétt að hann skuli nú vera starfandi í fjármálageiranum. Ég hef grínast með það við Tryggva að hann væri spegil- mynd samtíðar sinnar í ætt við Zelig eða Forrest Gump og ég held honum hafi fund- ist samlíkingin skondin því hann er alveg laus við allt yfir- læti eða að taka sjálfan sig hátíðlegan. Tryggva er sérstakur og fáum líkur. Hann hefur afar skarpa og umfram allt raun- sæislega dómgreind sem hann hefur fært sér vel í nyt. Hann hefur fágætan hæfileika til að greina aðalatriði frá auka- atriðum og það sem mest er um vert er að þessi hæfileiki er almennur og nær til margra og ólíkra sviða. Þetta þýðir auðvitað að hann er skemmti- legur og áhugaverður náungi,“ sagði Guðmundur. Gunnar Hrafnsson: Mömmu langaði að ættleiða hann Gunnar Hrafnsson tónlistar- maður er nágranni Tryggva og vinur. „Ég kynntist Tryggva eftir að við urðum nágrannar. Ég kannaðist við hann úr rokk- bransanum frá því í gamla daga og mér skilst að þá hafi hann aðeins reynt fyrir sér sem söngvari. Við fórum að spjalla saman og ég var fljótur að finna hvað hann er skemmtilegur og við urðum góðir vinir. Ef ég á að lýsa Tryggva í stuttu máli þá mundi ég segja að hann væri búinn allri þeirri heilbrigðu skynsemi sem mig skortir og óska að ég hefði. Við erum öll á ein- hvern hátt jöfn en Tryggvi er einhvern veginn jafnari en við hin á jákvæðan hátt. Allir sem umgangast Tryggva finna fljótt að þar er á ferðinni afskaplega gáfaður maður. Eitt af því sem ég dáist að í fari hans er hvað hann er fljótur að leggja mál- efni niður fyrir sér og komast að kjarna málsins. Tryggvi kemur úr annarri átt en flestir í hans bransa og ég efast um að hann hafi haft mótaðar hugmyndir um hvað hann vildi gera eða hafi ætlað að mennta sig þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur. Hann var á kafi í tónlist og ég held að hann hafi komið bakdyra megin að fjármálaheiminum með víða sýn og óvenjulega reynslu sem hefur reynst honum vel. Í mínum huga býr margt í Tryggva af því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Hann elst upp í sjávarplássi og hefur prófað alla skapaða hluti. Ég held því að hann hafi haft ýmislegt gagnlegt í farteskinu þegar hann hóf nám S AG T U M T R YG G VA Þ Ó R H ER B ER TS S O N T R Y G G V I Þ Ó R H E R B E R T S S O N Í N Æ R M Y N D
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.