Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 65
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 65
• INNAN VIÐ 30% töldu sig geta tjáð sig heið-
arlega og með gagnrýninum og uppbyggilegum
hætti í starfi, sem er lykilforsenda þess að traust
ríki á vinnustað.
• MINNA EN HELMINGUR taldi sig vera
ábyrgan fyrir árangri á vinnustað.
Spyrja má hvernig ætlast megi til árangurs í rekstri
ef starfsfólk veit ekki hvert halda skal, þekkir ekki
eigið framlag og áhrif, hefur ekki trú á leiðinni,
og ef verkferli og skipulag félagsins þjónar ekki til-
ganginum. Líkja má slíkum rekstri við fótboltalið
sem veit ekki á hvort markið á að skjóta, heldur
með andstæðingnum, gerir sér ekki grein fyrir til-
gangi þess að elta knöttinn, og er í stöðugri sam-
keppni við eigin liðsmenn. Slíkt getur ekki verið
vænlegt til árangurs.
Betri er einn fugl í hendi
en tveir í skógi
Leiðtogar sem ná árangri yfir lengri tíma virðast
ná að einbeita sér að örfáum lykil-forgangsverk-
efnum og vinna af aga, fókus og festu að því að
efna loforð um reksturinn (Bain & co. Nov. 2002
„Winners Narrow Their Sights to Expand“).
Kotter benti á slíkt hið sama er hann fylgdist
með hópi árangursríkra stjórnenda:
Þeir höfðu mikinn fókus á örfá kjarna-mark-
mið; þeir héldu starfsfólki við efnið og létu það
ganga í takt; þeir mældu stöðugt árangur („What
Leaders Really Do“ Harvard Business School Press
1999).
Umfangsmiklar rannsóknir Collins et al., sem
birtust m.a. í bók hans From Good to Great, gefa
einnig til kynna að fókus, forysta, fólk og ferli séu
lykilforsendur viðvarandi árangurs í rekstri.
Íslenskir stjórnendur virðast ötulir við að huga
að stefnumótun sinna fyrirtækja. Samkvæmt Cra-
net-rannsókninni, sem gerð var hjá Háskólanum
í Reykjavík, hefur helmingur stærstu fyrirtækja og
stofnana landsins skilgreint gildi fyrir starfsemi
sína (2006: Mannauðsstjórnun á Íslandi, Cranet
skýrsla). Mjög áhugavert væri að fylgjast með
árangri og innleiðingu stefnu þessara fyrirtækja og
mæla hversu margir fuglar eru í hendi.
Í bókinni Execution eftir Bossidy og Charan
skilgreina þeir vandann með eftirfarandi hætti:
„Fólk hugsar um framkvæmd sem eitthvað sem
S T J Ó R N U N
VILJI Í VERKI
Leiðtogar sem ná
árangri yfir lengri tíma
virðast ná að einbeita
sér að örfáum lykil-
forgangsverkefnum
og vinna af aga,
einbeitingu og festu að
því að efna loforð um
reksturinn.
Greinarhöfundur, Guðrún
Högnadóttir, þróunar-
stjóri Stjórnendaskóla
Háskólans í Reykjavík.