Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 71 sig inn í þekkingarbanka stjórnunarfræðanna. Tilefnið að sérstakri grein með kenningadrottningum kom nánast af sjálfu sér. Annars vegar vakti það undrun þegar vinnan við greinarskrifin fór af stað að ekki væri mikið um konur á þeim listum yfir kenningafrömuði sem skoðaðir voru. Hins vegar hefur Frjáls verslun það fyrir reglu að helga konum eitt tölublað á hverju ári. Þegar þetta tvennt fór saman lá beinast við að bæta umfjöllun um kenningadrottningar við greina- flokkinn. Samtals verða þetta fjórar greinar, þrjár um kenningakónga og ein um kenningadrottningar. Eins og undirstrikað er í upphafi hverrar greinar þá er það fyrst og fremst innsýn, þekking og áhugi greinarhöfundar sem hefur ráðið valinu á bæði kenningakóngunum og -drottningunum sem og um hvaða framlag þeirra er fjallað. Valið er ekki hlutlægt eða kerf- isbundið. Í þessari grein er byggt á kennslureynslu annars vegar og hins vegar á nokkrum heimildum sem tilgreindar eru. Jafnframt er stuðst við vefsíður kenningakónganna sem bent er á í textanum. Í þessari grein er fjallað um eftirfarandi fimm einstaklinga: Charles Handy, Geert Hofstede, John Kotter, Abraham H. Maslow og Henry Mintzberg. Charles Handy Ferill Charles Handy (f. 1932) er fjölbreyttur og varpar ljósi á þá víð- sýni sem birtist í verkum hans. Í umfjöllun um hann í bókinni „Wri- ters on Organizations“ (1996) segir að hann sé breskur rithöfundur og útvarpsmaður, en fæddur á Írlandi. Sú lýsing á við stöðu Handys sl. 20 ár og undirstrikar bæði mikilvægi ritverka hans og þá staðreynd að hann leggur enn stund á ritstörf. Handy var góður námsmaður og lauk prófi frá Oriel College í Oxford. Í upphafi starfsferilsins starfaði Handy í 10 ár hjá Royal Dutch Shell Group sem framkvæmdastjóri markaðsmála. Hann var við Sloan School of Management í MIT um tveggja ára skeið. Árið 1966 fluttist Charles Handy til Englands og setti á stofn Sloan Fellowship meistaranámið við London Business School, með stuðningi frá Alfred P. Sloan. Hann hóf kennslu við London Business School árið 1967 og varð síðar prófessor í fullu starfi við skólann þangað til hann hóf störf sem „Warden of St. George’s House in Windsor Castle“ sem er mið- stöð umræðu- og rannsókna á sviði sið- fræði. Árið 1981 gerðist hann sjálfstætt starfandi rit- og pistlahöfundur, fyrirlesari og útvarpsmaður. Heim- ildir benda til að hann hafi haldið tengslum við London Business School til ársins 1995. Upplýsingar um feril Handys sýna að hann hafi jafnframt sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Sem dæmi um árangur Handys hefur hann lengi verið hátt metinn á „The Thinkers 50“ listanum yfir hugsuði og skoðanamótendur um stjórnun og rekstur fyrirtækja og stofnana. Charles Handy hefur um langt skeið verið afkastamikill höfundur fræðirita og bóka. Útkomnar bækur er að minnsta kosti 18 talsins og fyrsta bókin nefndist „Understanding Organisations“ (1976). Verk Handys snúast að miklu leyti um inntak og form fyrirtækja og stofnana. Einnig er fyrirferðarmikil umfjöllun hans um fólk og mikilvægi fólksins í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Charles Handy. S T J Ó R N U N Karl Albrecht Þjónustuþríhyrningurinn www.karlalbrecht.com H. Igor Ansoff Ansoff-módelið www.ansoff.com Stephen R. Covey Venjurnar 7 til árangurs www.stephencovey.com Peter F. Drucker Spurningar Druckers www.peter-drucker.com Howard Gardner Fjölgreindarkenningin www.howardgardner.com Charles Handy Fyrirtækjamenning www.amazon.com Geert Hofstede Þjóðmenning www.geert-hofstede.com John Kotter Skrefin 8 til breytinga www.johnkotter.com Abraham H. Maslow Þarfapíramídinn www.maslow.com Henry Mintzberg Skipulagsgerðirnar www.mintzberg.com Burt Nanus Forystuhæfileikarnir 7 www.amazon.com Lawrenge J. Peter Pétursprinsippið www.amazon.com C. Northcote Parkinson Parkinsons lögmálið www.wikipedia.org Michael E. Porter Samkeppnishæfni www.isc.hbs.edu Peter Senge Lærdómsfyrirtækið www.solonline.com Kenningakóngar Eru m.a. þekktar fyrir Gagnlegar vefsíður Útkomnar bækur eru að minnsta kosti 18 talsins og fyrsta bókin nefndist „Understanding Organisations“ (1976). Verk Handys snúast að miklu leyti um inntak og form fyrirtækja og stofnana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.