Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 75

Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 75 fullkomnun. Það er gert með því að fá tækifæri til að vinna að því sem við- komandi er einstaklega fær í að sinna og hefur mestan áhuga á að gera. Grundvallaratriði í kenningu Mas- lows er að menn fái þessar þarfir uppfylltar í röð. Fyrst þurfi að mæta þörfinni fyrir lífsviðurværi, þá öryggi, síðan samfélaginu við hóp, svo álits- þörfinni og síðast fullkomnunarþörf- inni. Ef eitthvað bjátar á dettur athygli einstaklingsins niður í það þrep píramídans þar sem einhverja vöntun er að finna. Þegar þörf er ekki uppfyllt er hugmyndin að þá sé til staðar grundvöllur til hvatningar. Sá grundvöllur færist svo á milli þrepa eftir því sem þörfunum er sinnt. Nánari upplýsingar um Abraham Maslow og verk hans má m.a. finna á www.maslow.com Henry Mintzberg Af þeim fimm kenningakóngum sem hér hefur verið fjallað um er nafn Henry Mintzbergs án efa einna þekktast meðal nemenda í viðskiptafræði og meðal stjórnenda sem hafa framhaldsmenntun í viðskiptafræði. Henry Mintzberg (f. 1939) er fræðimaður og kennari. Hann ver stórum hluta tíma síns í ritstörf og hefur einnig hin síðari ár byggt upp alþjóðlegar námsbrautir í samstarfi við kollega sína í við- skiptaháskólum víða um heim. Mintzberg réði sig til McGill háskól- ans í Montreal í Kanada 1982 og hann var skipaður í stöðu Gleghorn prófessors í stjórnunarfræðum við skólann árið 1996. Hann hefur jafnframt hin seinni ár verið í stöðu prófessors við INSEAD skólann í Frakklandi. Mintzberg hefur verið mjög afkastamikill fræðimaður og hann hefur varpað nýju ljósi á stjórn- unarfræðin. Það sem einkennir verk hans, 13 bækur og fjöldann allan af greinum, er tengingin við raunveruleikann og þá fjöl- breytni sem í honum er að finna. Hann leggur áherslu á að setja fram kenningar sem eiga sér sam- svörun við raunveruleikann í lífi og starfi fyrirtækja og stofnana. Kenningarnar varpa ljósi á það sem gerist í raun og veru. Doktorsritgerðin hans frá MIT, „The Nature of Managerial Work“ (1973), snerist t.d. um það að ganga úr skugga um hvaða verkefni það eru sem stjórnendur einkum sinna. Hin klassíska lýsing á vinnu stjórnandans dregur fram verkefnin: a) gera áætlanir, b) skipuleggja, c) leiða og d) hafa eftirlit með starfseminni. Mintzberg nálgaðist starf stjórnandans öðru vísi. Hann setti fókusinn á þau hlutverk sem stjórnendur takast á hendur. Raunrannsókn hans varpaði ljósi á þrjú meginhlutverk: 1) Samskiptahlutverk, þ.e. tákn, leiðtogi og tengiliður; 2) Upplýsingamiðlunarhlutverk, þ.e. rýnandi, útlistandi og talsmaður; 3) Ákvarð- anatökuhlutverk, þ.e. frumkvöðull, úrlausnaraðili, úthlutun auðlinda og samningamaður. Henry Mintzberg er þekktur fyrir bækur sínar um skipulag fyrirtækja og einnig bækur sem snerta stefnu- miðaða stjórnun. Meðal frægra bóka um skipulag fyrirtækja er „The Struct- uring of Organizations“ (1979) sem síðar kom í styttri útgáfu sem „Struct- ure in 5’s“ (1983). Nú er væntanleg uppfærsla á þessari bók sem nefnist „Structuring in Sevens“ (2007). Meðal frægra rita eftir Mintzberg á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar er „The Rise and Fall of Strategic Planning“ (1979) og „Strategy Safari“ (1998) sem hann skrifaði ásamt tveimur samstarfsmönnum. Vænt- anleg er ný bók eftir Mintzberg um stefnu sem hann nefnir „Tracking Strategies“ (2007). Á sviði stefnumótunarfræðanna er Mintzberg einna þekktastur fyrir það sem kalla má birtingu stefnu í starfsemi fyrirtæki. Mintzberg gerir mikið úr framvinduferlinu í starfi fyrirtækja og hann notar m.a. myndlíkingu um leirkerasmiðinn sem mótar leirinn samhliða hug- myndavinnunni um það sem hann er að búa til. Að sama ferli megi sjá í þróun á stefnu fyrirtækja og stofnana. Mintzberg hefur einnig á síðustu árum verið mjög gagnrýninn á það hvers konar stjórnunar- menntun er í boði fyrir stjórnendur fyrirtækja og því boðið upp á nýjar leiðir. Nánari upplýsingar um feril og verk Henrys Mintzbergs er að finna á www.mintzberg.com Þarfapíramídi Maslows kom fram á miðri síðustu öld og sló í gegn ekki síst fyrir það hversu einföld framsetningin var og hversu auðvelt var að miðla henni. S T J Ó R N U N Doktorsritgerðin hans frá MIT, „The Nature of Managerial Work“ (1973), snerist t.d. um það að ganga úr skugga um hvaða verkefni það eru sem stjórnendur einkum sinna. Henry Minzberg. Ná fullkomnun Njóta álits og virðingar Búa við ást og umhyggju Lifa í öryggi Hafa mat og húsaskjól
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.