Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Side 98

Frjáls verslun - 01.07.2007, Side 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 K Y N N IN G SilfurSport: SagaClass í heimi líkamsræktarstöðva XE IN N SS 0 7 08 0 07 Hátún 12 • 105 Reykjavík • Sími 551 0011 • www.silfursport.is • silfursport@silfursport.is LEGGÐU GRUNNINN að heilbrigðri sál í hraustum líkama Spennandi og skemmtilegur kostur bættist nýlega við flóru líkamsræktar-stöðva borgarinnar, en það er Silfur- Sport í Hátúni 12. Eigandinn, Jóhanna Eiríksdóttir, hafði lengi gengið með þennan draum í maganum: „Ég lét svo til skarar skríða og opnaði stöðina í byrjun febrúar. Það má segja að þetta sé sérgrein mín og ég steig því það stóra skref að hætta starfi mínu sem flugfreyja og fara á fullt í þennan rekstur. Ég er sjálf búin að æfa í 20 ár, er bæði Íslandsmeistari í kraftlyftingum og vaxtarrækt, og hef því góða hugmynd um það hvernig góður tækjasalur á að vera. Ég ákvað að leggja áherslu á að vera með stöð sem hefur upp á að bjóða gott úrval brennslutækja og er þá m.a. með það fólk í huga sem hefur knappan tíma til æfinga. Tilvalið er fyrir þann hóp að skjótast hin- gað í hádegishléinu þar sem greiður aðgan- gur er að öllu, eins og tækjunum, ekki er yfirfullt af fólki og síðast en ekki síst, næg bílastæði. Fyrir mörgum er tíminn jú peningur. Hér er líka aðstaða fyrir kraftlyftinga- menn sem er einangruð frá tækjasalnum og hún er með gluggum - svo aðrir gestir stöðvarinnar geti séð þá og dáðst að þeim,“ segir Jóhanna brosandi. ,,Ég er á móti því að sérhæfa líkamsræktarstöðvar og finnst miklu skemmtilegra að mismunandi hópar geti stundað ræktina saman. Fljótlega munum við stækka við okkur og bætum kjallaranum við. Þangað verða sturturnar færðar, þar verður gufa og jafnvel pottar líka. Aðgangur að gufu og pottum mun að sjálfsögðu vera öllum opinn sem æfa á stöðinni.“ Glerveggur með gullkornum Jóhanna hefur komið all sérstæðum glervegg fyrir í salnum sem aðskilur brennslutækin og lyftingatækin. Hún lét sandblása á hann fleygar setningar sem sterkustu menn Íslands hafa látið falla í gegnum tíðina. Hvaðan kom hugmyndin? Jóhanna segist hafa verið lengi í Kraftlyft- ingasambandinu, er reyndar formaður þess núna, og hafi ekki komist hjá því að heyra ýmislegt velta upp úr kraftajötnunum: „Þessi gullkorn mega alls ekki gleymast og sem betur fer hafa margir skrifað þau niður. Ég fór því á stúfana og safnaði nokkrum saman. Meðal gullkorna sem varðveist hafa og röt- uðu á vegginn góða eru: „Ég er mældur í fermetrum - ekki á hæðina.“ „Betra að vera stuttur og stinnur - en langur og linur.“ Dekrað við alla „Allir þekkja hversu hvimleitt getur verið að uppgötva í ræktinni að sjampóið eða næringin hefur gleymst heima. Þess vegna bjóðum við upp á afnot af slíkum vörum, auk þess sem við erum með hreinsikrem og ýmislegt fleira. Mér finnst gaman að dekra við viðskiptavini og lít á SilfurSport sem SagaClass í heimi líkamsræktarstöðva.“ Jóhanna Eiríksdóttir er formaður Kraftlyftingasambands Íslands og eigandi SilfurSports. „Ég er sjálf búin að æfa í 20 ár, er bæði Íslands- meistari í kraftlyftingum og vaxtarrækt, og hef því góða hugmynd um það hvernig góður tækjasalur á að vera.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.