Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 107
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 107
hafa tafið fyrir lagningu járn-
brautarteina með endurteknum
árásum. Þegar loks Wade er
handtekinn þá býðst Dan Evans
(Christian Bale), stríðshetja úr
þrælastríðinu, en nú peningalít-
ill bóndi, til að fara með hann
langa leið á lestarstöð þaðan sem
lestin til Yuma, þar sem réttað
verður yfir Wade, fer á slaginu
3:10.
Á leið þeirra er ljóst að þeir
eiga margt sameiginlegt, útlag-
inn og bóndinn, þó að lífsferill
LOKS ER VON Á
GÓÐUM VESTRA
Lífsstíll
Leikstjóri 3:10 To Yuma, James Mangold, á tökustað.
þeirra hafi verið mjög ólíkur.
Viss virðing skapast á milli
þeirra sem um leið gerir þá
hættulegri hvorn öðrum. Aðrir
leikarar í stórum hlutverkum í
myndinni eru Gretchen Mol og
Peter Fonda.
Litlar breytingar
Á sínum tíma fékk eldri útgáfan
af 3:10 to Yuma góðar við-
tökur og var tilnefnd til ýmissa
verðlauna. Myndin er gerð eftir
smásögu eftir þann fræga glæpa-
sagnarithöfund, Elmore Leon-
ard og í endurgerðinni er nánast
sami söguþráður og litlar breyt-
ingar hafa verið gerðar.
Langt er síðan farið var að
huga að endurgerð 3:10 To
Yuma og var lengi á óskalista
hjá Tom Cruise að framleiða
myndina og leika útlagann.
Þegar svo kom að því að hafist
var handa var Cruise upptekinn
við annað og því leitað til Rus-
sell Crowe í útlagahlutverkið.
Það er þrennt sem gerir það
að verkum að búast má við að
3:10 To Yuma fái góðar viðtökur,
bæði gagnrýnenda og áhorfenda.
Fyrst er að sagan er virkilega góð
og gerist í klassísku vestraum-
hverfi, þá eru Russell Crowe og
Christian Bale leikarar sem ávallt
skila góðum leik og hafa fjöl-
breytnina að leiðarljósi og síð-
ast en ekki síst leikstýrir James
Mangold myndinni.
James Mangold leikstýrði í
fyrra hinni margverðlaunuðu
Walk The Line sem byggð var á
ævi Johnny Cash. Mangold á að
baki tólf ára feril og leikstýrði
sinni fyrstu kvikmynd Heavy árið
1995, með Liv Tyler. Næst kom
Cop Land (1997) með Sylvester
Stallone, Robert DeNiro, Har-
vey Keitel og Ray Liotta í aðhlut-
verkum. Næst komu Girl Int-
errupted (1999) sem færði Angel-
ina Jolie óskarsverðlaunin, Kate
and Leopold (2001), rómantísk
gamanmynd með Meg Ryan
og Hugh Jackman og svo hinn
magnaði spennutryllir Identity
(2003) með John Cusack og Ray
Liotta í aðalhlutverkum.
Hvort James Mangold, Rus-
sell Crowe og Christian Bale
koma til með að endurverkja
áhuga Hollywood á vestrum,
kemur í ljós í september, en
3:10 to Yuma verður frumsýnd
í Bandaríkjunum 7. september.
Hér landi er áætlað að frumsýna
myndina 28. september.
Christian Bale og Russell Crowe leika andstæðinga sem þurfa að fara langa leið saman í 3:10 To Yuma.