Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 110

Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Sumarfríið: Óspillt náttúra Ragnhildur Geirsdóttir. „Það sem Ísland hefur umfram önnur lönd er óspillt náttúran, hreina loftið og hvað maður er frjáls.“ Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, þarf starfs síns vegna að fara til útlanda næstum því í hverri viku. Hún er yfirleitt erlendis tvo til þrjá daga í hverri viku og þá oftast í einhverju Evrópulandinu. Vegna þessa leggur Ragnhildur mikla áherslu á að dvelja á Íslandi þegar hún á frí og í sumar var hún í tvær vikur í fríi á Íslandi og þar af stóran hluta í sumarbústað við Laugarvatn. „Ég lagði áherslu á að njóta íslenskrar náttúru og hreyfa mig. Ég veiddi, hjólaði, spilaði golf og fór í gönguferðir.“ Þegar Ragnhildur er spurð hvað Ísland sé í huga hennar segir hún: „Það sem Ísland hefur umfram önnur lönd er óspillt náttúran, hreina loftið og hvað maður er frjáls. Hér er hægt að tjalda næstum því hvar sem er. Besta hvíldin er að fara í fjallgöngu,“ segir Ragnhildur sem finnst Snæfellsjökull vera eitt skemmtilegasta íslenska fjallið að ganga á. Lífsstíll Þegar Heiðrún Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri starfsþróunar- og samskiptasviða Eimskips, er spurð hver sé uppáhalds- borgin segir hún að erfitt sé að gera upp á milli nokkurra borga. Hún nefnir þó sér- staklega Berlín. „Ég var au-pair í München veturinn 1989-1990 og fór til Berlínar ásamt vinkonu minni, Jakobínu Guðmundsdóttur, helgina þegar Berlínarmúrinn féll. Við gerðum okkur ekki grein fyrir að þetta hefði áhrif á sög- una; við litum frekar á þetta sem spennandi helgi. Þetta er áhrifaríkasta helgi sem ég hef upplifað í erlendri stórborg.“ Fyrir utan að tengja heim- sóknina til Berlínar við sögulegan atburð bendir Heiðrún á að gamlar, evrópskar borgir heilli sig sér- staklega. „Við vorum annan daginn í Vestur-Berlín en hinn í Austur-Berlín og seinni dag- inn fannst okkur við vera einar í heiminum þar sem eiginlega allir voru vestan megin. Það vildi svo til að dag- inn sem við vorum vestan megin var sól og mikil hátíð en þegar við vorum austan megin var kalt og hráslagalegt. Húsin austan megin í borginni voru illa farin og sóðaleg og bílaflotinn var ólíkur því sem maður var vanur.“ Heiðrún náði broti úr múrnum en því miður týndi hún því. Uppáhaldsborgin: Þegar múrinn féll Heiðrún Jónsdóttir. Heiðrún Jónsdóttir var í stödd í Berlín þegar múrinn féll.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.