Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 41 ársinsMenn Útnefningar í 20 ár Menn ársins 1989 í atvinnulífinu að mati Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 höfðu aðeins rekið fyrirtæki sitt Samherja hf. á Akureyri í sex ár og voru 35 og 37 ára gamlir er þeir urðu fyrir valinu. Bræðrasynirnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Þorsteinn Vilhelmsson og Kristján Vilhelmsson áttu þá um 98% í félaginu að jöfnum hluta og höfðu gert Samherja að einu öflugasta og glæsilegasta útgerðarfyrirtæki landsins á sex árum, byggt það upp úr engu og gert að stórveldi á íslenskan mælikvarða. Samherji var stofnaður í Grindavík árið 1972 en rúmum áratug síðar keyptu frændurnir nær allt hlutafé félagsins og fluttu það til Akureyrar. Ævintýrið hófst vorið 1983 þegar þeir keyptu fyrirtækið og illa farinn ísfiskstogara þess, Guðstein, sem þá hafði legið lengi aðgerðalaus og skuldum vafinn. Hann var einn af pólsku togurunum sem hingað komu og lögðu þeir frændur fram ítarlegar áætlanir sínar um breytingar og nauðsynlegar viðgerðir, meðal annars fyrir Landsbanka Íslands, sem ákvað að veðja á hina ungu menn og veðsettu þeir húsin sín til þess að koma togaranum á sjó. Guðsteini var breytt í frystitogara í Slippstöðinni á Akureyri, fékk nafnið Akureyrin og hélt til veiða í byrjun desember 1983 eftir kostnaðarsamar breytingar og viðgerðir, og var sá þriðji í röð íslenskra frystitogara. Þorsteinn Vilhelmsson, sem hafði verið einn fengsælasti skipstjóri flotans á Kaldbak frá Akureyri, stóð í brúnni, bróðir hans Kristján var yfirvélstjóri og Þorsteinn Már tók að sér reksturinn í landi. Náði Samherji hf. hagnaði þegar á fyrsta rekstrarári, árið 1984. Sex árum síðar fólust umsvif Samherja í útgerð á Akureyrinni, Margréti, Hjalteyrinni, Hjalteyrinni II og hlutdeild í útgerð Oddeyrarinnar, en Samherja var þegar getið í samantekt Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtækin á Íslandi árið 1985. Þorsteinn Már Baldvinsson var spurður í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar árið 1989 hverju mætti þakka árangur þeirra frændanna. „Reksturinn á skipunum hefur verið farsæll. Við höfum verið heppnir og við höfum haft gott fólk með okkur, valinn mann í hverju rúmi. Fyrsta árið var erfitt á meðan menn voru að læra vinnubrögðin, en síðan hefur gangurinn verið góður og við höfum búið við hagnaðarrekstur allan tímann ... Við höfum haft ánægju af þessu og unnið mikið. Í útgerð lýkur vinnudeginum aldrei ef vel á að vera og ef menn ætla sér að ná árangri.“ Árið 1989: Þorsteinn Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson í Samherja Hvar eru þeir núna? Allur rekstur Samherja og dóttur- félaga á Íslandi var sameinaður í nýtt hlutafélag fyrir rúmum tíu árum undir nafni Samherja hf. og var þá ákveðið að gera félagið að almenningshlutafélagi. Árið 2000 sagði Þorsteinn Vilhelmsson sig úr stjórn Samherja og seldi hlut sinn í félaginu, en hann hafði látið af störfum sem útgerðarstjóri vorið 1999. Þorsteinn Vilhelmsson er aðaleigandi Atorku Group sem m.a. á fyrirtækið Promens. Hlutabréf Samherja voru afskráð í Kauphöllinni árið 2005. Kristján Vilhelmsson er í dag framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri félagsins. Þeir eru meðal stærstu hluthafa í félaginu með rúmlega 75% eign í eigin nafni og félaga þeim tengdum. Rekstrartekjur Samherja hf. á árinu 2006 voru 23,7 milljarðar, rekstrarhagnaður 3,67 milljarðar og fjöldi starfsmanna og starfsmanna dótturfélaga er um 750. 1989 Kom mér á óvart Umfang­ Samherja hefur vaxið jafnt og­ þétt á þeim 18 árum s­em liðin eru frá því frændurnir voru útnefndir menn árs­ins­ í ís­lens­ku viðs­kiptalífi. Kveðs­t Þors­teinn Már hafa verið undrandi á þes­s­ari niðurs­töðu á s­ínum tíma. „Þetta kom mér á óvart. Þarna var vakin athyg­li á s­jávarútveg­inum á jákvæðan hátt og­ því að fyrirtækið g­æti átt framtíð fyrir s­ér, s­tækkað og­ notið velg­eng­ni á eig­in fors­endum. Þannig­ má s­eg­ja að Frjáls­ vers­lun hafi verið á undan s­inni s­amtíð með þes­s­ari viðurkenning­u,“ s­eg­ir Þors­teinn Már.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.