Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 56

Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 ársinsMenn20 ár Bræðurnir í Bakkavör, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, voru menn ársins 2001 í íslensku viðskiptalífi að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Þeir höfðu stofnað Bakkavör 15 árum áður og var fyrirtækið, Bakkavör Group, árið 2001 orðið eitt hið stærsta á Íslandi, með áætlaða veltu upp á 20 milljarða króna og ríflega 1.900 starfsmenn í níu löndum. „Fyrstu árin eftir stofnun fóru í að koma einhverri reglu á reksturinn, læra á viðskiptin og öðlast reynslu,“ sögðu bræðurnir í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar í tilefni af útnefningunni, en Bakkavör var stofnuð árið 1986 í kringum fyrirspurn um hrogn sem borist hafði frá Svíþjóð og með engu hlutafé. Ágúst og Lýður sögðu ennfremur að drifkraftur þeirra hefði ávallt verið metnaður og áhugi. „Okkur finnst gaman í vinnunni. Það eru svo miklir möguleikar í heiminum sem verður að nýta. Tækifærin eru úti um allar trissur. Það er ómögulegt að sitja og horfa á þau þjóta fram hjá.“ Fram kom í viðtalinu að bræðurnir hefðu ávallt unnið samkvæmt skýrum markmiðum, þótt þau hefðu ekki verið sett á blað fyrr en fjórum árum eftir stofnun Bakkavarar. „Almennt séð held ég að menn komist ekkert áfram fyrir tilviljun. Þetta er mörkuð braut sem menn ganga,“ sagði Lýður Guðmundsson. Árið 2001: Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson í Bakkavör Hvar eru þeir núna? Bakkavör Group er í framlínu matvælafyrirtækja í Bretlandi og í fararbroddi í alþjóðlegri matvælaframleiðslu og sérhæfir sig í ferskum, tilbúnum matvælum. Bakkavör Group starfrækir 46 verksmiðjur og hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 16.000 manns í sjö löndum. Bakkavör Group veltir yfir milljarði sterlingspunda á ári. Auk Bretlands og Íslands starfar fyrirtækið í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Suður-Afríku og Kína. Bakkabraedur Holding B.V. er eignarhaldsfélag í eigu Lýðs og Ágústs en það á 45% í Exista, sem er stærsti hluthafinn í Bakkavör Group með 39% hlut. Einnig á Exista VÍS og Lýsingu að fullu, 23% í Kaupþingi, 20% í Sampo Group og 44% í Skiptum, móðurfélagi Símans, ásamt fleiri fjárfestingum. Lýður er starfandi stjórnarformaður Exista og auk þess stjórnarformaður Bakkavarar Group og stjórnarformaður Skipta. Ágúst er forstjóri Bakkavarar Group og auk þess stjórnarmaður í Exista og í Bakkavör Group. 2001Útnefningar í Viðurkenning til starfsfólks „Við lítum svo á að viðurkenning Frjálsrar verslunar hafi ekki síst verið til starfsfólks Bakkavarar Group og þeirra fjölmörgu sem lagt hafa af mörkum við uppbyggingu félagsins. Bakkavör Group hefur borið gæfu til þess að marka sér afar skýra sýn þau liðlega tuttugu ár sem fyrirtækið hefur starfað. Fjölmargt starfsfólk hefur í tíðina fylgt þessari sýn og skapað Bakkavör Group þá stöðu sem félagið nýtur í dag,” segja ágúst og Lýður Guðmundssynir um útnefningu Frjálsrar verslunar árið 2001.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.