Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 43 ársinsMenn Útnefningar í 20 ár Feðgarnir Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski og Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti voru valdir menn ársins í íslensku viðskiptalífi árið 1991 af dómnefnd Stöðvar 2 og Frjálsrar verslunar. Í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar sagði meðal annars að það sem einkenndi þá feðga væri, að þeir létu verkin tala. „Allt frá því að Þorvaldur Guðmundsson hóf eigin atvinnurekstur árið 1944 hefur hann náð einstæðum árangri á hverju því sviði sem hann hefur kosið að starfa á. Það á við um rekstur smásöluverslana, svínaræktun, kjötvinnslu, markaðssetningu iðnaðarvara og síðast en ekki síst hótel- og veitingarekstur. Skúli Þorvaldsson hefur annast rekstur Hótel Holts síðustu átján árin og lengst af fyrir eigin reikning.“ Þegar feðgarnir fengu þessa viðurkenningu var Þorvaldur rétt að verða áttræður og engan bilbug á honum að finna. „Ég er enn í fullu fjöri og hef engin áform um að leggja upp laupana. Að vísu hef ég dregið ofurlítið úr vinnu og tel mig vel hafa efni á því. En ég mun áfram sinna því sem ég kann á meðan ég get.“ Þorvaldur lærði meðal annars niðursuðu í Þýskalandi árið 1934 og veitti forstöðu niðursuðuverksmiðju á vegum Sölusambands félags fiskframleiðenda þar til hann stofnaði Síld og fisk árið 1944 til þess að framleiða og selja síldar- og fiskrétti, eins og nafnið gefur til kynna. Um tíma voru verslanirnar fjórar í bænum og gat fólk keypt þar tilbúna rétti, sem var nýlunda. Einnig fór hann fljótlega út í kjötframleiðslu á eigin vegum. Þorvaldur var líka frumkvöðull á sviði hótel- og veitingareksturs. Hann var ráðgjafi við byggingu Hótels Sögu og Hótels Loftleiða og rak á sínum tíma Þjóðleikhúskjallarann og Lídó og fór loks út í byggingu Hótel Holts á eigin vegum. Skúli Þorvaldsson tók Hótel Holt á leigu af föður sínum árið 1979 og hafði á þessum tímapunkti rekið það af krafti í 18 ár. Árið 1991: Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski og Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti Þorvaldur Guðmundsson Þorvaldur Guðmundsson lést í janúar árið 1998. Börn Þorvaldar og konu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur lyfjafræðings, stóðu að rekstri Síldar og fisks fram til ársins 2000 þegar Skúli og Katrín systir hans seldu sinn hlut. Geirlaug Þorvaldsdóttir átt þá enn þriðjung í Síld og fiski. Eigendaskipti urðu á Hótel Holti árið 2004 er Skúli Þorvaldsson og Katrín Þorvaldsdóttir seldu Geirlaugu systur sinni hluti sína í húsinu, en Skúli átti rekstur hótelsins lengi vel. Skúli hefur verið búsettur í Lúxemborg um hríð og fjárfestir nokkuð í skráðum félögum og ýmsum prívatverkefnum, til dæmis landi og fasteignum. 1991 Vissulega viður- kenning á sínum tíma „Þetta var vis­s­uleg­a viðurkenning­ á s­ínum tíma, ekki s­purning­,“ s­eg­ir Skúli Þorvalds­s­on, s­em var maður árs­ins­ í ís­lens­ku viðs­kiptalífi árið 1991 ás­amt föður s­ínum heitnum. Hann átti jafnframt s­æti í dómnefnd Frjáls­rar vers­lunar í átta ár. „Breyting­arnar s­em hafa orðið á ís­lens­ku viðs­kiptalífi s­íðan þá eru hins­ veg­ar orðnar það miklar að reg­luleg­a er fjallað um Ís­land í Financial Times og­ Wall Street Journal. Þetta er ótrúleg­ur árang­ur hjá 300 þús­und manna þjóð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.