Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.11.2007, Qupperneq 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 ársinsMenn20 ár Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, var maður ársins í íslensku viðskiptalífi samkvæmt vali Frjálsrar verslunar árið 1998. Ástæðan var einföld, markaðsverð Eimskips hafði þá næstum fimmfaldast á tæpum fimm árum. Hörður stóð á sextugu og hafði komið til félagsins um tuttugu árum fyrr, þegar á brattann var að sækja, og hafði félagið skilað hagnaði flest árin á starfstíma hans, ekki síst á síðustu árum fram að útnefningunni, en þá hafði markaðsverð Eimskips hækkað úr rúmum 5 milljörðum í 23 milljarða og var félagið þá orðið það verðmætasta á Verðbréfaþingi. Útnefning Harðar var sú ellefta á vegum Frjálsrar verslunar og var hann fyrsti einstaklingurinn í hópi atvinnustjórnenda sem hlaut þessa viðurkenningu, þar sem áhersla hafði verið lögð á frumkvöðla fram að því. Einnig hafði Eimskip byrjað að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum á undan flestum öðrum félögum, sem var að vissu leyti frumkvöðlastarf í styrkingu annarrar atvinnustarfsemi. Fram kom í forsíðuumfjöllun um Hörð vegna útnefningarinnar í Frjálsri verslun að hann væri einn þriggja Íslendinga sem hefðu lokið MBA-prófi frá einum elsta og virtasta viðskiptaháskóla í Bandaríkjunum, eða Wharton skólanum í Pennsylvaníu. Um útnefninguna sjálfa sagði Hörður jafnframt að hann liti á hana sem viðurkenningu til stjórnar Eimskips og starfsmanna: „Það hafa margir lagt hönd á plóginn við að gera félagið sterkt; það er ekki verk eins manns.“ Spurður um það hvaða stefna í rekstri Eimskips hefði skapað þennan góða árangur og gert það eftirsóknarvert fyrir fjárfesta, sagði hann að ávallt hefði verið lögð mikla áherslu á að félagið stæði á eigin fótum og væri óháð fjármálastofnunum. „Félagið leggur áherslu á stöðugleika og að forðast ævintýramennsku. Það hefur verið gæfa félagsins að hafa samhenta og öfluga stjórn, sem hefur gefið okkur frelsi til athafna innan ákveðins ramma. Stjórnin hefur verið virkur þátttakandi og fylgst grannt með því sem hefur verið að gerast á hverjum tíma.“ Hvar er hann núna? Hörður óskaði eftir lausn frá störfum sem forstjóri Eimskips haustið 2000. Hann var fjórði forstjóri félagsins frá stofnun þess árið 1914 og sagði meðal annars á þessum tímamótum, að stundum fyndist honum hann hafa verið á bráðavakt í tvo áratugi. Hörður gekk úr stjórn Skeljungs, eftir tíu ára stjórnarsetu, árið 2003 og sat í stjórn Flugleiða fram í mars árið 2004 er hann lét af stjórnarformennsku í félaginu. Hörður var jafnframt stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins og hefur síðastliðin fimm ár verið stjórnarformaður Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og stjórnarformaður Landskerfis bókasafna hf. Einnig hefur hann fengist við fjárfestingar á verðbréfa- og hlutabréfamarkaði. 1998 Árið 1998: Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR Í VIÐSKIPTAFERÐUM Þægindi og vellíðan á ferðalagi geta oft ráðið úrslitum um hvort viðskiptaferð skilar þeim árangri sem að var stefnt. Þess vegna leggjum við megináherslu á að veita farþegum okkar framúrskarandi þjónustu um borð og gera þeim flugferðina eins ánægjulega og kostur er. Þú velur hvort þú situr á almennu farrými eða nýtur sérstakra hlunninda á Saga Class, en hvorn kostinn sem þú velur, geturðu treyst því að hjá Icelandair er tekið á móti þér með vingjarnlegu brosi, hlýlegu viðmóti, alúð, hjálpsemi og persónulegri þjónustu. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 03 18 12 /0 7 MADRID MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MANCHESTER PARÍS NEW YORK REYKJAVÍK AKUREYRI BERGEN GAUTABORG TORONTO W W W. I C E L A N DA I R . I S Útnefningar í Kom okkur á óvart „Útnefning­in kom okkur á óvart því s­tefnan hafði verið önnur í úthlutunum fram að því. Við vorum hins­ veg­ar upp með okkur og­ ánæg­ðir með að fá viðurkenning­u fyrir hönd fyrirtækis­ins­, s­em og­ framkvæmdas­tjórnar, s­tjórnarinnar og­ allra s­tarfs­manna. Þes­s­i útnefning­ kom líka á g­óðum tíma fyrir mig­ pers­ónuleg­a, rétt undir lokin á s­tarfs­ferlinum,“ s­eg­ir Hörður Sig­urg­es­ts­s­on.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.