Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 45 ársinsMenn Útnefningar í 20 ár Menn ársins í íslensku viðskiptalífi árið 1993 samkvæmt útnefningu Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 voru útgerðarhjónin Guðrún Helga Lárusdóttir og Ágúst Guðmundur Sigurðsson, eigendur Stálskips hf. í Hafnarfirði. Þóttu hjónin mjög vel að titlinum komin þar sem rekstur Stálskips hafði gengið sérlega vel og skilað miklum hagnaði, á sama tíma og fyrirtæki í sjávarútvegi höfðu gengið almennt illa. Árið 1993 var engin undantekning þar á og hafði Stálskip meðal annars ráðist í kaup á nýjum frystitogara, sem þá var í smíðum á Spáni. Ágúst og Guðrún stofnuðu Stálskip árið 1970 og var fyrsta skipið sem þau keyptu breskur síðutogari, Boston Wellvale, sem hafði strandað í Ísafjarðardjúpi og legið í sjó um nokkurra ára skeið og var af flestum talinn glataður. Þótti það djörf ákvörðun. Hún varð hins vegar til góðs. Boston Wellvale varð að Rán GK 42, síðasta síðutogaranum sem gerður var út hér á landi, reyndist fengsæll og hið mesta happafley. Árið 1993 gerði Stálskip út þrjá togara og var með um 50 manns í vinnu og fór það orð af útgerðarhjónunum að þau væru vönduð, sparsöm, hyggin, vinnusöm og gætin í viðskiptum. Var árangur þeirra afrakstur varkárni í lántökum, þrotlausrar vinnu, sparsemi og útsjónarsemi í rekstri. Guðrún var framkvæmdastjóri fyrirtækisins og annaðist alla fjármálastjórn. Ágúst var stjórnarformaður og með tæknilegu hliðina á sinni könnu. Fyrirtækið var ekki með vinnslu í landi og voru þau hjónin einu starfsmennirnir á skrifstofunni. Í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar sögðu þau meðal annars um velgengni sína: „Við búum ekki yfir neinum patentlausnum. Við erum náttúrlega fædd í kreppunni þegar ekkert var til og allt var nýtt og sparað. Það hefur eflaust markað okkur eins og aðra af okkar kynslóð. Það var svo mikill skortur á öllu að borin var virðing fyrir verðmætum og því sem til var. Það var engu hent.“ Guðrún er eina konan sem útnefnd hefur verið maður ársins og þegar þau hjónin hlutu viðurkenninguna sat hún í stjórn Landsambands íslenskra útvegsmanna og situr enn, var stjórnarformaður Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði og formaður Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar. Þá sat hún í Útflutningsráði og í varastjórn Jafnréttisráðs. Árið 1993: Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson eigendur Stálskips 1993 Þakklát fyrir hönd kvenna Guðrún Helg­a Lárus­dóttir er eina konan s­em hlotið hefur útnefning­una maður árs­ins­ í ís­lens­ku viðs­kiptalífi. „Það er auðvitað lang­t um liðið en ég­ man að mér þótti mikils­ um vert að fá þes­s­a viðurkenning­u, ekki s­ís­t veg­na þes­s­ að ég­ vis­s­i um marg­ar konur s­em voru í s­ömu s­töðu og­ ég­ án þes­s­ að það kæmis­t í hámæli og­ manninum einum þökkuð öll þeirra velg­eng­ni. Hún hafði líka þýðing­u fyrir mig­ pers­ónuleg­a að því leyti. Annars­ er ég­ lítið fyrir að vera í s­viðs­ljós­inu og­ hef því ábyg­g­ileg­a ekki verið hrifin af athyg­linni s­em s­líkri á s­ínum tíma,“ s­eg­ir Guðrún Helg­a Lárus­dóttir. Hvar eru þau núna? Ágúst og Guðrún eru enn eigendur Stálskips og gegna sömu störfum og áður. Sem fyrr sjá þau tvö um reksturinn og eru ekki með annað starfsfólk sér til fulltingis á skrifstofunni. Stálskip gerir nú út einn togara, Þór, og eru 26 stöðugildi á sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.