Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 ársinsMenn20 ár Frjáls verslun valdi Aðalstein Jónsson, heiðursborgara Eskifjarðar og forstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar, mann ársins í íslensku viðskiptalífi árið 1996. Þá hafði rekstur fyrirtækisins gengið framúrskarandi vel á árinu og verð hlutabréfa í því nær fjórfaldast, sem var methækkun á hlutabréfamarkaðinum, og mikil eftirspurn hlutafé í því. Aðalsteinn var þá 74 ára og hafði átt langan og farsælan feril að baki í atvinnulífinu. Hann var oft kallaður Alli ríki, en var aldrei sérlega hrifinn af því viðurnefni. „Ævintýri Alla ríka hófst árið 1945. Þá hafði hann sem fátækur verkamaður safnað 10 þúsund krónum á fimm vertíðum. Hann tók skref. Í félagi við Kristmann bróður sinn og tvo aðra keypti hann 50 tonna bát, Björgu. Blaðra, sögðu menn um hana vegna þess hversu smá hún var. En hún var kná. Næstu níu árin færði hún björg í bú ... Með Kristni bróður sínum braust hann í gegnum það að kaupa rúmlega 60 tonna bát sem skírður var í höfuðið á föður þeirra, Jóni Kjartanssyni. Allt gekk í haginn. Árið 1960 var frystihúsið á staðnum til sölu. Alli önglaði saman hálfri milljón og keypti það. Framhaldið þekkja allir.“ Í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar í tilefni útnefningarinnar, þar sem fyrirsögnin var Úr örbirgð til álna, sagði Aðalsteinn jafnframt: „Ég er ekki ríkur. Maður sem er að verða 75 ára er ekki lengur ríkur. Ungt fólk, sem á allt lífið framundan í þessu yndislega fagra landi, það er stórríkt.“ Einnig sagði hann: „Auðvitað er þetta eins og hvert annað ævintýri. Að hugsa sér að ég, sem einu sinni var aumastur allra, skuli eiga meirihluta í fyrirtæki sem veltir tæpum þremur milljörðum. Það hefði mér aldrei dottið í hug.“ Árið 1996: Aðalsteinn Jónsson forstjóri og aðaleigandi Hraðfrystihúss Eskifjarðar Aðalsteinn Jónsson Aðalsteinn Jónsson gegndi forstjóra- starfinu til áramóta 2000-2001, eða í alls 40 ár, sem talin eru ein mestu uppgangsár í sögu Eskifjarðar, og er Aðalsteinn talinn eiga stærstan hlut í þeim, að öðrum ólöstuðum. Hann dvelur nú á elliheimili á Eskifirði. Synir Aðalsteins og tengdasonur eignuðust yfir 90% hlutafjár í Eskju (sem áður hét Hraðfrystihús Eskifjarðar) fyrir rúmum þremur árum og var fyrirtækið jafnframt afskráð úr Kauphöllinni í ársbyrjun 2004. Í dag eiga og reka Björk Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson Eskju. Þau keyptu Kristin bróður hennar út nýverið. Elfar Aðalsteinsson seldi sinn hlut árið 2004. 1996Útnefningar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.