Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 136

Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 136
136 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 meðal annars verða kvikmynda- sýningar. Teiknim­ynd­ fékk m­estu aðsóknina Að einu leyti skerum við okkur að þessu sinni frá Bandaríkjunum með vinsæl- ustu kvikmyndir ársins. Vin- sælasta kvikmyndin á Íslandi árið 2007 er teiknimyndin The Simpsons Movie, en hún nær aðeins níunda sætinu á bandaríska árslistanum. Vin- sælasta kvikmyndin í Banda- ríkjunum er Spider-Man 3 og er hún ein af fjórum kvikmyndum sem ná að kom- ast yfir 300 milljón dollara markið í aðsókn vestan hafs, hinar eru Shrek the Third, Transformers og Pirates of the Caribbean: At the Worlds End. Rétt undir 300 milljón dollara mörkunum er svo Harry Potter and the Order of the Phoenix. Þessar fimm kvik- myndir, þar sem fjórar þeirra eru framhaldsmyndir, skera sig nokkuð úr með aðsókn í Bandaríkjunum og eru einnig meðal vinsælustu kvikmynda hér á landi. Það sem vekur mesta athygli hér á landi er góð aðsókn á íslenskar kvikmyndir og eru það ánægjuleg tíðindi. Auð- vitað ætti alltaf að vera góð aðsókn á íslenskar kvikmyndir en svo hefur ekki alltaf verið og hafa margar ágætar íslenskar kvikmyndir farið fram hjá land- anum á undanförnum árum. Astrópía vinsæl Langvinsælasta íslenska kvik- myndin var Astrópía en aðsókn að henni var hátt í 50 þúsund manns, hún náði að vera í hópi vinsælustu kvikmynda ársins en þó ekki í efstu sætunum, en þegar kemur að aðgangseyri þá er hún tekjuhæst þar sem dýr- ara er á íslenskar kvikmyndir en útlendar. Það að Astrópía skyldi vera mun vinsælli en gæðamyndir á borð við Veðra- mót og Foreldrar, sem báðar voru sýndar á árinu, er fyrst og fremst því að þakka að hún höfðar til þeirra sem fara minnst vikulega í bíó. Astrópía er sem sagt fyrst og fremst fyrir ungt fólk. Það virðist þurfa eitthvað sérstakt, eins og til að mynda metsöluhöfundinn Arnald Ind- riðason, til að fá eldra fólk til að flykkjast í kvikmyndahús. Í kjölfar Mýrarinnar kom önnur ágæt íslensk sakamála- mynd, Köld slóð, sem hefði átt að fá einhverja af þeim fjölda sem sáu Mýrina til að endurtaka bíóferð, en allt kom fyrir ekki, aðsóknin að Kaldri slóð var því miður ekki góð. Foreldrar, góð kvikmynd sem var sigurvegari á Edduhátíðinni, fékk enn minni aðsókn, en fjórða leikna kvikmyndin á árinu, Veðramót náði að klóra í bakkann og fékk sæmilega aðsókn, en komst ekki nálægt Astrópíu hvað það varðar. Og þegar á heildina er litið varðandi leiknar íslenskar kvikmyndir á þessu ári þá er það aðeins Astrópía sem hægt er að segja að hafi slegið í gegn hjá hinum almenna kvikmynda- húsgesti. Íslenskar heimildarmyndir áttu ágætu gengi að fagna á árinu og þar er fremst í flokki kvikmynd Sigur Rósar, Heima, sem fékk ágæta aðsókn og er hún þegar að hefja sigurför um heiminn, vekur mikla athygli og fær alls staðar fína dóma. Vert er að geta þess, sem að vissu leyti eru gleðileg tíðindi, að eina viku í október voru þrjár íslenskar kvikmyndir meðal vinsælustu kvikmynda á Íslandi, Astrópía, Veðramót og Heima. Slíkt hefur aldrei áður gerst og er vonandi að endurtekning verði á næsta ári, en von er á nokkrum kvik- myndum sem lofa góðu. Ein íslensk kvikmynd var frumsýnd í desember, ævintýramyndin Duggholufólkið og hefur hún fengið prýðisgóða aðsókn. Kvikm­ynd­ahátíðir Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur aldrei verið glæsilegri en á þessu ári og er búin að festa sig í sessi á alþjóðavettvangi. Á hátíðinni voru sýndar rúmlega 80 kvik- The Simpsons Movie. Homer brá­st ekki frekar en fyrri daginn þótt kominn væri á­ stóra tjaldið. Bíóárið 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.