Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 101

Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 101
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 101 n æ r m y n d Eftir að hafa starfað innan fyrirtækja langaði Elínu að reyna fyrir sér á öðrum sviðum og fór þá að hluta til að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi í fyrirtækjum þar sem bæta þurfti reksturinn. Annars vegar var hún ráðin tímabundið inn í fyrirtæki sem framkvæmdastjóri og endurskipulagði það í heild sinni eða sem fjármálastjóri til að endurskipuleggja rekstur fjárhagslega. Í framhaldi af þessu hefur Elín tekið að sér að sitja í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Ákveðnar vonir Rúmur mánuður er síðan Elín tók við starfi hjá Opnum Kerfum Group hf. þar sem hún heldur utan um erlenda starfsemi fyrirtækisins í Danmörku og Svíþjóð. Liggur nú fyrir að nýta betur þau tækifæri sem þar bjóðast og segist Elín binda vonir við að það gangi upp. Nú þegar hefur verið skipt um forstjóra í Svíþjóð þar sem vissar breytingar eru í bígerð og er miðað að því að gera fyrirtækin betur í stakk búin til að lára Ingólfsdóttir, Íslenskri erfðagreiningu: Heillar fólk upp úr skónum Við Elín kynntumst fyrst þegar hún hóf störf hjá B&l fyrir um það bil 15 árum en ég starfaði þá þar sem aðalbókari. leiðir okkar lágu aftur saman þegar ég hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2001 en Elín hafði þá starfað þar í nokkur ár og við höfum verið góðar vinkonur síðan.Við hittumst reglulega og spjöllum saman um heima geima og þegar við náum ekki að hittast sökum anna, eins og síðastliðna mánuði, þá sláum við bara á þráðinn í staðinn. Elín kemur mjög vel fyrir, hún hefur mikla persónutöfra og á auðvelt með að heilla fólk upp úr skónum. Hún er heilsteypt og hreinskilin, létt í lund og hláturmild en getur líka verið mjög þrjósk. Í starfi líkar henni vel að taka að sér krefjandi verkefni og vinnur mjög vel undir pressu. Hún er sjálfstæð í hugsun, ákveðin og fylgin sér, á auðvelt með að hrósa fyrir það sem vel er gert en er líka ófeimin við að benda fólki á það sem betur mætti fara. mér finnst henni hætta til að fara stundum aðeins of geyst en fjölskylduna hefur hún alltaf í fyrirrúmi. takast á við möguleika og tækifæri sem ekki hafa verið nýttir nægjanlega. Elín segist láta það duga að nýta krafta sína í vinnunni og skipi ekki fyrir um breytingar heima fyrir. farsælli rekstur fyrirtækja Auk starfs síns situr Elín í stjórn ýmissa fyrirtækja, til að mynda Landic Property, Nikita og Stjörnuodda hf. Ákveðin ábyrgð á rekstri fyrirtækisins fylgir slíku þar sem verið er að taka stefnumótandi ákvarðanir, meta framkvæmdir og veita rekstrinum aðhald. Spennandi sé að koma að slíku sem utanaðkomandi, það gefi ákveðna heildarsýn og verulegu máli skipti að hafa í stjórn fyrirtækja fólk með mismunandi skoðanir. Það endurspegli samfélagið og þannig fáíst fram flest þau sjónarmið sem nauðsynleg séu við rekstur fyrirtækis. Segist Elín þeirrar skoðunar að þetta skili farsælli rekstri og mættu fleiri fyrirtæki skoða það betur. Hlaupari með svarta beltið Elín er gift Alberti Jónssyni fjárfesti og eiga þau tvö börn, þau Aron Þórð, f. 1996, og Öglu Maríu, f. 1999. Albert hefur starfað við fjárfestingar á fjármálamarkaði undanfarin 20 ár, meðal annars hjá LSR og FL Group. Hún hefur ætíð stundað íþróttir af kappi og nýtir tímann utan vinnunnar til að fara út að hlaupa. Þá æfði og keppti Elín í jiu-jitsu á námsárunum og er með svarta beltið í því. Eftir að hún kom heim frá námi setti hún á stofn Jiu- jitsufélag Ísland þar sem hún æfði og þjálfaði í nokkur ár. Jiu-jitsu segir hún vera mjög skemmtilega og gagnlega íþrótt sem auk þess að þjálfa líkamann auki getu fólks til að ná betri einbeitingu. Hún segir að líkt og með marga sé hún háð því að hreyfa sig og liggur við að sjá megi hana hlaupandi um götur borgarinnar á aðfangadag. Elín stofnaði jiu-jitsufélag Íslands þar sem hún æfði og þjálfaði í nokkur ár. jiu-jitsu segir hún vera mjög skemmtilega og gagnlega íþrótt sem þjálfi líkamann og auki einbeitingu fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.