Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 131

Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 131
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 131 $ 2.50 INITIAL FARE + $0.40 LOREMIPSUM DELOR$1.00 LOREMIPSUM DELOR $0.50 LOREMIPSUM DELOR gert eitthvað fyrir jafn virtan fréttamiðil og New York Times. Það skapar, að mér skilst, jákvæða ímynd að lenda á lista með hönnuðunum sem tóku þátt í þessu verkefni, mönnum á borð við Michael Bierut frá Pentagram og Jonathan Hoefler frá Hoefler & Frere-Jones. Þannig að ég get ekki annað en verið sáttur!“ Hvers konar vinna er að baki hönnunar merkja? „Merki eru ekki unnin eftir neinni sérstakri formúlu. Engin tvö viðfangsefni eru eins og margir mismunandi hlutir snerta bæði hugmyndirnar og hönnunina. Stundum hentar að vinna með nafnið sjálft, eins og ég gerði t.d. með DOMO. Þá er einnig oft unnið með eitthvað ákveðið sem fyrirtækið eða kúnninn stendur fyrir og láta það síðan ákvarða útkomuna. Sem dæmi um slíkt get ég nefnt Nesti sem er veitingahluti N1- þjónustustöðvanna. Þar er boðið upp á mikið úrval af hollum og ferskum skyndiréttum og því lá vel við að vísa í epli með því að hafa merkið rautt og grænt lauf með. A4 er í sama flokki og Nesti, ef svo má segja. Þar er viðfangsefnið skrifstofuvörur og blýantur skapar því augljóslega sterka tengingu við blað og skriffæri. Að mínu mati skiptir mestu máli að merki séu eins einföld og mögulegt er. En að sjálfsögðu er það nokkuð sem þarf að meta í hvert sinn.“ Hvernig eru straumar og stefnur í merkjahönnun um þessar mundir? „Í dag er nánast allt leyfilegt og framkvæmt. Nútíma prenttækni hefur aukið möguleikana gífurlega og litlar sem engar takmarkanir há hönnuðum. Nú hika stórfyrirtæki ekki við að hafa merkin sín í þrívídd, með öllu sem því fylgir, eins og Vodafone. En oftast er þó til staðar einföld útgáfa af merkinu sem hægt er að gripa til ef þörf krefur, þótt hún birtist sjaldnast almenningi.“ Kemur ekki fyrir að hönnuðir fái góða hugmynd og byrji að vinna í henni - en komist svo að því að hún hafi þegar verið framkvæmd? „Jú, það gerist mjög oft. Sérstaklega þegar unnið er með hluti eins og merki. Hönnuðir leitast oft við að finna einföldustu lausnina þar sem fólk man oftast best eftir slíkum merkjum. Og því einfaldara sem merkið er því meiri hætta er á að einhvers staðar sé hönnuður að gera mjög sambærilegan hlut eða jafnvel búinn að því. Það er ekki hægt að þekkja öll merki í heiminum og þar af leiðandi getur verið erfitt að koma í veg fyrir að merki minni á annað. Þá verður bara að vega og meta hvort breyta skuli merkinu, byrja upp á nýtt eða bara halda sínu striki.“ Áttu uppáhaldsverk sem þú hefur sjálfur hannað? „Almennt er merkjahönnun í miklu uppáhaldi hjá mér þannig að þegar ég fæ slíkt verkefni inn á borð hjá mér þá finnst mér það skemmtilegasta verkefnið hverju sinni.“ Tenglar inn á NYT.com http://cityroom.blogs.nytimes.com/tag/nyc-taxi-logo/ http://cityroom.blogs.nytimes.com/2007/10/16/x-marks-the- spot-and-back-to-bullets/ Sjá má verk Oscars Bjarnasonar á slóðinni: analog.sys.is Get the shape and feel from the NYC logo Get the X from treasure hunt maps. Kind of “Every place in NY is a treasure” - idea The X could stand on its own X: NY Streets X: Crossroads X: Directions X: Location X: Destination „Hugmynd mín að þessu tiltekna verkefni var að gera orðið TAXI eins einfalt og auðlesið og mögulegt er. Í stað þess að nota nýja NYC merkið með í hönnun minni, nýtti ég aðeins hluta þess.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.