Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 46

Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 ársinsMenn20 ár Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og stjórnarformaður Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, hlaut útnefninguna maður ársins í íslensku viðskiptalífi árið 1994, 32 ára gamall. Í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar af þessu tilefni var hann sagður mikill forystumaður, athafnasamur, áræðinn og glæsilegur fulltrúi ungrar kynslóðar stjórnenda sem fram væri komin á Íslandi. Sighvatur var framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis SÍF í Frakklandi, NordMorue, þegar hann var kallaður heim til Vestmannaeyja. „Hann var þar í góðu, áhugaverðu, „vinsamlegu“ og vellaunuðu starfi og búinn að tvöfalda umsvif NordMorue. Fjölskyldunni leið vel; ungt fólk sem undi hag sínum í framandi umhverfi og góðu veðri í Suður-Frakklandi og hugðist búa þar áfram næstu fimm árin,“ sagði ennfremur í viðtalinu. Fram kom að Sighvatur hefði tekið við Vinnslustöðinni um mitt ár 1992 í vonlausri stöðu og í „öndunarvél“ lánardrottna. „Nú hefur sjúklingurinn sloppið fyrir horn, þótt hann hafi ekki enn náð fullum bata ... Róður Sighvats með Vinnslustöðina hefur verið lífróður.“ Einnig sagði að Sighvatur hefði sýnt djörfung, kjark, festu og áræðni í starfi sínu. „Hann byrjaði á því að lækka eigin laun um fjórðung, mest allra í prósentum, til þess að sýna fordæmi þegar hann lækkaði laun annarra stjórnenda í fyrirtækinu. Hann er leiðtogi fremur en hefðbundinn stjórnandi.“ Árið 1994: Sighvatur Bjarnason framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum 1994Útnefningar í Mjög hissa Sig­hvatur Bjarnas­on kveðs­t hafa verið mjög­ his­s­a þeg­ar hann var útnefndur maður árs­ins­ í ís­lens­ku viðs­kiptalífi árið 1994. „Mér fanns­t það líka mjög­ g­aman. Útnefning­in s­kipti máli í fyrirtækinu, enda leit ég­ s­vo á að s­tarfs­fólkið allt ætti heiðurinn. Fólk í Eyjum var hreykið af þes­s­ari viðurkenning­u, enda var þes­s­i s­tarfs­emi s­íður en s­vo auðveld.“ Hvar er hann núna? Sighvatur sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í ársbyrjun 1999. Eftir það starfaði hann í Frakklandi og Danmörku þar sem hann fjárfesti í fyrirtækjum í sjávarútvegi með endurskipulagningu og breytingar að leiðarljósi. Sighvatur á nú fyrirtækið Cimbric A/S í Danmörku, ásamt mági sínum, og Fisco ehf. á Íslandi sem sérhæfir sig í sölu frystra sjávarafurða víðs vegar um heiminn, framleiðir meðal annars í Kína og selur til Þýskalands, svo dæmi séu nefnd. Hann hefur starfað á Íslandi og verið búsettur hér síðastliðin þrjú ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.