Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2014/100 271
Inngangur
Heilablóðfall er algengasta orsök fötlunar, önnur
algengasta ástæða heilabilunar og fjórða algengasta
dánarorsökin meðal vestrænna þjóða. Á heims-
vísu er reiknað með vaxandi nýgengi heilablóðfalls
á næstu áratugum, meðal annars vegna hækkandi
aldurs þjóða og aukinnar tíðni sykursýki, offitu og
reykinga.1,2 Í Kína, þar sem fyrrnefndir áhættuþættir
hafa farið ört vaxandi, urðu 7 milljónir heilablóðfalla
árið 2005.3 Heldur hefur dregið úr tíðni heilablóðfalls
á Vesturlöndum.4
Samkvæmt klínískri skilgreiningu er orsök heila-
dreps skyndileg blóðþurrð í heila með staðbundnum
brottfallseinkennum sem vara lengur en 24 klukku-
stundir.5 Hugtakið skammvinn heilablóðþurrð (Transi-
ent Ischemic Attack, TIA) er notað yfir skyndileg brott-
fallseinkenni sem vara skemur en 24 klukkustundir og
gert ráð fyrir því að heiladrep eigi sér ekki stað. Nú
er vitað að oftast gengur skammvinn heilablóðþurrð
yfir á 5 til 20 mínútum. Ef einkennin vara lengur en
klukkustund hefur blóðþurrð oftast leitt til heiladreps.
Því vilja sumir eingöngu notast við hugtakið ef engin
merki um heiladrep er að finna við myndrannsókn.6
Aðferðir
Gerð var leit í PubMed-gagnasafninu. Notuð voru
leitarorðin „cerebral ischemia“, „cerebral infarction“,
„transient ischemic attack“. Alls fengust 317.500 (98.192,
190.224, 20.084) heimildir í þeirri leit. Áhersla var lögð
á greinar sem birst hafa eftir 1995, en í nokkrum til-
vikum leiddi leitin í ljós mikilvægar eldri heimildir.
Eingöngu voru lesin ágrip á ensku og íslensku. Aðeins
voru lesnar greinar úr virtum ritrýndum tímaritum.
Ágrip af fundum eða veggspjöldum voru ekki skoðuð.
Gerðar voru þær kröfur að tilfellaraðir yrðu að hafa
1Taugadeild Karolinska
sjúkrahússins, Stokkhólmi,
2röntgendeild Landspítala,
3taugalækningadeild
Landspítala.
Átta af hverjum 10 heilablóðföllum stafa af heilablóðþurrð/drepi, tvö stafa
af blæðingu. Heilablóðfall er algengasta orsök fötlunar, önnur algengasta
ástæða heilabilunar og fjórða algengasta dánarorsökin meðal vestrænna
þjóða. Árlegt nýgengi er 150-200/100.000/íbúa. Einn af hverjum 7 ein-
staklingum má búast við heilablóðfalli á lífsleiðinni. Í þessari grein verður
fjallað um faraldsfræði, áhættuþætti, meingerð og einkenni heilablóð-
þurrðar og heiladreps.
ÁGRIp
Fyrirspurnir:
Ólafur Sveinsson
olafur.sveinsson@
karolinska.se
yfir 50 sjúklinga til að koma til álita. Yfirlitsgreinar í
virtum tímaritum voru einnig teknar til greina. Greinar
voru valdar út frá mikilvægi og þýðingu fyrir skrif þess-
arar yfirlitsgreinar. Alls voru 704 ágrip lesin. Á grunni
þeirra voru 167 greinar lesnar og af þeim var efni úr 64
þeirra notað í þessa grein.
Faraldsfræði
Einn af hverjum 7 má búast við heilablóðfalli á lífsleið-
inni. Átta af 10 heilablóðföllum stafa af heilablóðþurrð,
tvö stafa af blæðingu. Heilablóðfall er helsta ástæða fötl-
unar og þriðja algengasta dánarorsökin í Bandaríkjun-
um.7 Árlega fá um 750.000 Bandaríkjamenn heilablóðfall
í fyrsta sinn.8 Það samsvarar um 750 tilvikum árlega á
Íslandi. Í nýlegri vandaðri íslenskri rannsókn greindust
343 einstaklingar á einu ári með heilablóðfall í fyrsta
skipti.9 Af þeim 343 sem urðu fyrir heilablóðfalli voru
81% með heiladrep. Því virðast heilablóðföll vera fátíðari
hér á landi en í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum
ríkjum þar sem nýgengi mælist yfirleitt á bilinu 150-250
tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári.4
Heilablóðfall er sá sjúkdómur sem leggur undir
sig flest bráðarými sjúkrahúsa á Vesturlöndum í dag.
Nokkur lækkun nýgengis hefur átt sér stað í þróuðum
Greinin barst
7. nóvember 2013,
samþykkt til birtingar
6. mars 2014.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Heilablóðþurrð/heiladrep
Faraldsfræði, orsakir og einkenni
Ólafur Árni Sveinsson1 læknir, Ólafur Kjartansson2 læknir, Einar Már Valdimarsson3 læknir
Y F I R L I T
Heilablóðþurrð (cerebral ischemia). Skortur á blóðflæði til heilans
eða hluta hans.
Heiladrep (cerebral infarction). Þegar drep verður vegna
heilablóðþurrðar. Ef heilablóðþurrðin er skammvinn og ekkert
drep myndast kallast það skammvinn heilablóðþurrð, Transient
Ischemic Attack, TIA.
Heilablóðfall (stroke). Hugtakið nær yfir heiladrep og
heilablæðingu.
Slag (stroke). Annað hugtak yfir heiladrep og heilablæðingu.
Heilablæðing (intracerebral hemorrhage). Blæðing inn í heilavefinn.
Getur einnig átt við innanskúmsblæðingu (subarachnoidal
hemorrhage).
NÝ
ÁBENDING
Strattera er nú eina lyfið sem
samþykkt er til að hefja meðferð við
ADHD hjá fullorðnum
Heimildir:
1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20.
3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50.
5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53.
– Fyrsta og eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem
tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1
– Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á
einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-6
– Tekið einu sinni á dag1
– Hefur staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sem sýna að
Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni
og áfengissýki1
Með stöðugri stjórn
á einkennum vekur
ADHD minni athygli
Strattera
LIL130801