Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 34
294 LÆKNAblaðið 2014/100 u M F J ö l l u n O G G R E i n a R Hvers vegna ráðleggja læknar sjúklingum sínum eitt en gera svo allt annað þegar þeir eiga sjálfir í hlut? Af hverju leita læknar ekki til annarra lækna þegar þeir veikjast? Þessar spurningar og fleiri ámóta lágu í loftinu á málþingi sem haldið var í húsakynnum Læknafélags Íslands í tengslum við árlegan formanna- fund skömmu fyrir páska. Yfirskriftin var Heilsa lækna og heilsuvernd og um það fjölluðu fjórir framsögumenn en Þorbjörn Jónsson formaður LÍ stjórnaði umræðum. Það er engin tilviljun að þetta um- ræðuefni hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni. Þetta er í fjórða sinn á þessu ári sem læknar hafa komið saman til að ræða heilsufar sitt og hvernig megi bæta það. Og eins og margt annað kemur þessi umræða utan frá því heilsufar lækna hefur í vaxandi mæli verið viðfangsefni lækna og samtaka þeirra um allan heim á undanförnum árum. Enda engin vanþörf á, ef marka má þær upplýsingar sem fram komu á fundinum. Margs konar álag Kristinn Tómasson var fyrstur á mælendaskrá og byrjaði á því að segja að læknar ættu að vera við góða heilsu, þeir þyrftu þess með til þess að komast í gegnum langt og strangt nám. Þeir vinna einnig mikið og gjarnan á vöktum sem er bara í meðallagi gott fyrir heilsuna. En þeir leita ekki til kolleganna ef heilsan bregst þeim heldur reyna að meðhöndla sig sjálfa, með lyfjum sem þeir skrifa út á sjálfa sig. „Þetta er ekki skynsamlegt,“ sagði Kristinn. Hann vitnaði í nýlega könnun sem gerð var meðal breskra lækna þar sem fram kom að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sagðist mæta í vinnuna þó þeir væru veikir, svo veikir að þeir ældu alla nóttina. „Það er því engin furða að smitsjúkdómar séu jafnútbreiddir á breskum sjúkrahúsum og raun ber vitni um,“ sagði hann og bætti því við að læknar mættu í vinnuna í ástandi sem þeir ráðlögðu sjúklingum sínum eindregið að halda sig heima. Kristinn sagði að læknar væru undir margs konar álagi í starfi. Eitt er sýk- ingahættan sem getur verið mjög áleitin í húsnæði sem er niðurnítt og stenst ekki þær lágmarkskröfur að hægt sé að halda því hreinu og þurru. „Ég er hissa á því að þessari röksemd hafi ekki verið flaggað í umræðunni um nýtt sjúkrahús,“ sagði hann. En það kemur fleira til. Læknar þurfa að meðhöndla margs konar efni í starfi sínu, hreinsiefni til að þrífa tæki og tól og lyf og önnur efni sem þeir nota við lækningar. Þá eru vinnustellingar ekki alltaf eins góðar og þær ættu að vera við þau tæki sem læknar nota. Loks lenda þeir iðulega í hryllilegum atvikum og þurfa að eiga samskipti við alls konar fólk. Þar eiga þeir ekkert val. Starfsleiði og svefnvandamál Kulnun í starfi er þekkt meðal flestra eða allra stétta og læknar fara ekki var- hluta af því. Kulnun svipar að mörgu leyti til þunglyndis en þó benti Kristinn á að þar væri einn veigamikill munur á. „Þunglyndir halda heiðarleika sínum þrátt fyrir veikindin en sá sem þjáist af kulnun verður ábyrgðar- og sinnulaus um góða starfshætti.“ Hann vitnaði í kannanir sem gerðar hafa verið á líðan starfsfólks Landspítalans í starfi en þar kemur meðal annars fram að það er mun betra að vera yfirlæknir en almennur læknir, þeir fyrrnefndu eru yfirleitt heilsuhraustir meðan almennu læknarnrir eru hundslappir. Síðasta könnunin var gerð á árunum 2012-13 en þá sagðist fjórðungur yfirlækna spítalans ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Eru læknar ekki í lagi? Heilsufar og heilsuvernd lækna til umræðu í fjórða sinn á árinu svo eitthvað er að Kristinn Tómasson flutti eftirminnilega framsögu um heilsu lækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.