Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 16
276 LÆKNAblaðið 2014/100 kenni og óregluhreyfingu í útlimum sömu hliðar, en skerðingu á sársauka- og hitaskyni í útlimum hinnar hliðarinnar. Lokun á æðum til litlaheila Drep í litlaheila getur valdið fjölmörgum einkennum eins og svima, ógleði, uppköstum, þvoglumæli, óstöðugleika (falltilhneig- ing til sömu hliðar og drepið er), augntini og óregluhreyfingu í útlimum þeim megin sem drepið er (mynd 5). Ef drepið er smátt getur svimi verið helsta einkenni og er þá vandasamt að aðskilja ástandið frá eyrnasvima. Oftast er þó augntin með hraða fasann til beggja hliða eða í lóðréttu plani. Slíkt sést ekki við eyrnasvima. Í reynd veldur það þó oft furðu hve lítilfjörleg einkenni stórs litla- heiladreps geta verið, sérstaklega þó í byrjun. Slíkt getur valdið vanmati á ástandi sjúklings sem síðan reynist hættulegt. Hjarnabotnsslagæð (basilar artery) Lokun á hjarnabotnsslagæð hefur yfirleitt í för með sér mikil og alvarleg einkenni á borð við meðvitundarminnkun, truflun á öndun, einkenni frá mörgum heilataugum og ferlömun (mynd 6). Sjáöldur eru yfirleitt afar smá. Við staðbundinn skaða í fremri hluta brúar getur svokallað ,,lokað ástand“ (locked in syndrome) komið upp. Þá er sjúklingurinn vakandi, allir útlimir lamaðir og flestar heilataugar. Hann getur blikkað augum og hreyft augun í einhverjum mæli. Við slíkar aðstæður er mikilvægt en ekki alltaf auðvelt að meta meðvitundarástand. Þegar minni greinar frá hjarnabotnsslagæð lokast sést gjarnan lömun í heilataugum þeim megin sem drepið er en lömun og skyntap í gagnstæðum líkams- helmingi. Ef drep verður í miðheila ofan brúar getur sést skert meðvitund án lamana. Oftast eru einnig sérkennileg einkenni frá augum, svo sem ósamsíða augnásar og skertar hreyfingar augna í lóðréttu plani. Ördrep (lacunar stroke) Ördrepin tengjast smáæðasjúkdómi og eru helst staðsett í djúpum svæðum heilans. Slík drep valda ekki einkennum eins og mál- stoli, gaumstoli og sjónsviðsskerðingu, sem eru dæmigerð fyrir stóræðasjúkdóm og segarek frá hjarta. Fimm klínísk heilkenni eru dæmigerð fyrir ördrepin og verður þeim lýst hér í algengisröð. Einkenni ördrepa koma stundum fram í nokkrum áföngum á ein- um til tveimur sólarhringum. Hrein helftarlömun (pure motor hemiparesis) Þetta er algengasta klíníska heilkennið, það kemur fyrir í tæpum helmingi tilfella ördrepa. Lömun í andliti og efri og neðri útlimum er hlutfallslega jöfn. Algengustu staðsetingar ördrepsins eru í aftari hluta innhýðis (capsula interna), geislaskúf (corona radiata), brúarbotni (basis pontis) og strýtubrautum í mænukylfu (medullary pyramids) gagnstæðu megin við einkenni. Óregluhreyfing og helftarlömun (ataxic hemiparesis) Hér eru á ferðinni helftareinkenni sem að nokkru leyti tengjast lömun og að nokkru leyti starfsemi hnykils (cerebellum). Óreglu- hreyfing útlima er jafnvel meira áberandi en máttminnkunin. Að jafnaði eru einkenni frá ganglim meiri en frá griplim. Ördrepið getur verið í aftari hluta innhýðis, geislaskúf eða brúarbotni. Y F I R L I T Mynd 4. Flæðismynd (diffusion weighted image) hjá sjúklingi með Wallenberg-heil- kenni (lateral medullary syndrome). Ör bendir á segulskæran blett (drep) þar sem flæði er ekki til staðar í heilavef, þetta drep sást ekki á tölvusneiðmynd. Aðrir segulskærir blettir sem sjást eru myndgallar. Mynd 5. Segulómmynd úr FLAIR myndröð sýnir stórt drep (ör) í vinstra litlaheila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.